Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2024 21:05 Bananaræktunin í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði hjá Margréti Erlu gengur ótrúlega vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ræktun á bönunum er hafin í Hafnarfirði en ræktandinn, sem flutti inn til landsins litla plöntu gafst upp á að vera með hana heima hjá sér því hún óx svo hratt. Þá var farið með plöntuna í hesthús eigandans, en þar óx hún líka svo hratt, sem varð til þess að hún endaði í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Plantan hefur gefið af sér tvo hundrað og fimmtíu bananaklasa. Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira
Bananaplantan þrífst vel inn í húsnæði Á.B. kranaleigunnar þar sem eigandi plöntunar og kranastjóri hugsar um hana af mikilli natni. En hver er saga plöntunnar? „Ætli það séu ekki komin einhver átta ár, sem að ég og maðurinn minn, einu sinni sem oftar voru á Kanaríeyjum. Svo erum við að fara sem sagt heim á flugvellinum er oft hægt að kaupa eins og kaktusa og eitthvað blómadót til að taka með heim. Það er búið að pakka þessu spes inn og svoleiðis og svo sé ég bananaplöntu og hugsa, það væri gaman að tjékka á þessu,” segir Margrét Erla Júlíusdóttir bananaræktandi og kranastjóri í Hafnarfirði en búsett í Kópavogi. Margrét Erla með Ástþóri Björnssyni, manni sínum, sem hafði ekki mikla trú á ræktuninni hjá konu sinni en annað hefur komið á daginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Margrét keypti plöntuna og flutti heim í Kópavoginn þar sem hún býr og setti plöntuna í pott en bjóst aldrei við að plantan myndi lifa. En vitið menn, hún óx og óx þannig að Margrét ákvað að flytja hana í lausa stíu í hesthúsinu sínu þannig að plássið yrði nóg en nei, það dugði ekki heldur, vaxtarhraðinn var svo mikill, þannig að nú nýtur plantan sín vel í iðnaðarhúsnæðinu þar sem hún getur vaxið til allra átta. „Þetta er bara mjög gaman, bara ótrúlega gaman að vera með þetta hérna á Íslandi, það er bara engin sem trúir þessu að maður sé bara með þetta hérna í Hafnarfirði,” segir Margrét hlæjandi. Sérstök gróðurljós lýsa á plöntuna og Margrét er dugleg að vökva hana, taka dauð blöð í burtu og þá segist hún tala mikið við plöntuna og klappa henni, það sé mikilvægt atriði. Margrét er að fá sína aðra uppskeru núna en í þessum klasa eru um 150 bananar að hennar sögn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er önnur uppskeran, sem er að koma núna, þannig að hér er allt að gerast,” bætir Margrét við. Ekki var hægt að smakka á bönönunum því þeir eru enn svo óþroskaðir en þeir verða orðnir gulir og fínir um jólin. Þannig að það verða bananajól og bananasplitt hjá þér og fjölskyldunni um jólin eða hvað? „Heldur betur, það verða bananar í eftirrétt.” Það er ekki nóg með að Margrét Erla sé að rækta banana sem áhugamál því hún er kranastjóri á einum af stærstu krönum landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hafnarfjörður Garðyrkja Kanaríeyjar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Sjá meira