Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sautján íslenskar heimildamyndir frumsýndar á Skjaldborg

Undirbúningur stendur nú á fullum krafti á Patreksfirði vegna Skjaldborgar, sem er hátíð íslenskra heimildamynd og verður haldin um næstu helgi, hvítasunnuhelgina. Sautján íslenskar heimildamyndir verða frumsýndar á hátíðinni.

Enginn atvinnulaus í Skagafirði

Um sextíu fyrirtæki í Skagafirði taka nú þátt í atvinnulífssýningu um helgin á Sauðárkróki en sýningunni er ætlað að varpa ljósi á þann fjölbreytileika sem er í þjónustu, framleiðslu, mannlífi og menningu í Skagafirði. Auk þess að kynna sprota og nýsköpun í atvinnulífi og síðast en ekki síst skapa skemmtilegan viðburð fyrir heimafólk og gesti.

Gullrós kom með fimm lömb annað árið í röð

Ærin Gullrós er líklega með frjósömustu kindum landsins því hún bar fimm lömbum í gær og hún átti líka fimm lömb síðasta vor. Níu ára stelpa, sem á Gullrós hefur gefið einu lambanna nafnið Ósk og svo eru hún að leita af nöfnum á hin fjögur lömbin.

Bál­farir eru alltaf að verða vin­sælli og vin­sælli

Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju.

„Allir“ eru að kaupa sér hænuunga

Eftirspurn eftir hænuungum hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikil og nú enda hefur hænsnaræktandi á Suðurlandi ekki undan að fylla útungunarvélar sína af eggjum og taka í kjölfarið á móti spriklandi ungum og afhenda víða um land.

Vorverkin ganga vel í sveitinni

Sunnlenskir bændur eru ánægðir með hvernig vorið fer af stað enda vorverkin komin á fullt á öllum bæjum. Það er helst bleytan sem gerir bændum erfitt fyrir enda ekki gott að keyra á túnum til dæmis með áburð í mikill bleytu. Sauðburður stendur einnig, sem hæst yfir.

Heyrnarlaus kind með 270 þúsund fylgjendur

Kindin Sunna er án nokkurs vafa frægasta kind Íslands því hún á sér tvö hundruð og sjötíu þúsund fylgjendur á Instagram. Ástæðan er sú að Sunna er heyrnarlaus og hagar sér alls ekki eins og kind heldur miklu frekar eins og gæludýr.

Riðan hefur reynt mikið á starfsfólk

Framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins segir að riðumálin, sem hafi komið upp á síðkastið hafi reynt mikið á starfsfólk miðstöðvarinnar. Hann bindur miklar vonir við vinnu Íslenskrar erfðagreiningar við greiningu á riðusmitum.

Dúfur eru með jafnrétti kynjanna 100% á hreinu

Dúfur vita nákvæmlega hvað jafnrétti kynjanna þýðir því kerlingin liggur 12 klukkutíma á sólarhring á eggjum og karlinn hina tólf tímana. Þá sjá bæði kynin um að gefa ungunum mjólkina sína fyrstu sólarhringana.

Sjá meira