Tapparnir nú áfastir á plastflöskum Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman. 7.4.2023 20:05
Klaufir snyrtar í sérstökum klaufsnyrtibás Þeim líður vel á eftir kúnum, sem fá klaufsnyrtingu í nýjum klaufsnyrtibás, sem Kynbótastöð Suðurlands var að festa kaup á. Mjög mikilvægt er að snyrta klaufir kúa líkt og hjá mannfólkinu þegar við klippum á okkur neglurnar. 6.4.2023 20:04
Gekk fram á tvær dauðar kýr í fjörunni undir Eyjafjöllum „Ég var bara á gangi í sakleysi mínu í dag í fjörunni og þá blöstu þessar tvær dauðu kýr í fjörunni við mér. Þetta er nánast óhuggulegt, ég skil ekkert í þessu. Þetta er á Ásólfsskálafjöru hér undir Eyjafjöllum“, segir Vigfús Andrésson, bóndi í Berjanesi undir Eyjafjöllum aðspurður um dauða kýrnar en hann birti myndir af þeim á Facebook síðu sinni. 5.4.2023 18:04
„Fyrstu berin eru svakalega stór og djúsí“ Fyrstu íslensku jarðarberin vorsins eru nú komin í verslanir, stór og bragðgóð frá jarðaberjastöðinni Jarðarberjalandi í Reykholti í Bláskógabyggð. Um heilsársræktun verður að ræða með lýsingu í nýjum gróðurhúsum stöðvarinnar. 4.4.2023 20:30
Ásta Dóra er undrabarn í píanóleik Hún er undrabarn í píanóleik, enda hefur hún unnið fjölmargar píanókeppnir hér heima og erlendis. Hér erum við að tala um Ástu Dóru Finnsdóttur, sextán ára stelpu í Garðabæ. 3.4.2023 20:05
„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. 2.4.2023 20:05
92 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi „Það er fátt skemmtilegra en að syngja í kór“, segja félagar í Hörpukórnum á Selfossi, sem er kór eldri borgara á staðnum. Kórinn undirbýr sig nú fyrir kóramót. Elsti söngfélaginn er 92 ára. 1.4.2023 20:01
Líknardeild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Nú er unnið að því að opna líknardeild á sjúkrahúsinu á Selfossi en engin slík deild hefur verið formlega til. Tvær stúkur Oddfellow á Selfossi hafa lagt sitt af mörkum við stofnun deildarinnar því þær gáfu í vikunni Heilbrigðisstofnun Suðurlands sex milljónir króna. 1.4.2023 14:03
Forseti Íslands brast í söng um Emil í Kattholti Forseti Íslands lék á alls oddi í Vík í Mýrdal í dag þegar hann brast í söng með nemendum Víkurskóla og svo bauð hann krökkunum að fara í sjómann við sig. Forsetahjónin eru nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Mýrdalshreppi. 28.3.2023 19:17
Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti. 26.3.2023 20:06