Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2023 21:31 Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima flutti ávarp við athöfnina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira