Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tvö prósent Íslands er nú þakið skógi og kjarri

Skógræktarfólk kætist þessa dagana því að nú eru tvö prósent af Íslandi þakin skógi og kjarri en þessi tala hefur verið eitt prósent fram að þessu. Eftir tuttugu ár er gert ráð fyrri að talan verði komin upp í 2,6 prósent.

Nýtt í Sundhöll Selfoss – Klór úr salti

Nýtt klórframleiðslukerfi hefur verið tekið í notkun í Sundhöll Selfoss, sem er miklu umhverfisvænna og hagkvæmara í rekstri heldur en aðkeypti klórinn og kolsýran sem var keyptum áður fyrir laugina. Nýi búnaðurinn framleiðir klór úr salti.

Sjálfboðaliðar fjarlægja dúk Hamarshallarinnar í Hveragerði

Fjöldi sjálfboðaliða er nú við störf í Hveragerði þar sem loftborna íþróttahúsið Hamarshöllin var en hún fauk í miklu óveðri 22. febrúar síðastliðinn. Hlutverk sjálfboðaliðanna er að fjarlægja dúkinn, sem er um sex þúsund fermetrar.

Freyja flytur í Hveragerði

Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum.

Handalögmál, hurðum skellt og framhjáhald í Aratungu

Það gengur mikið á á sviðinu í Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar sem verið að sýna farsa, sem kitlar hláturstaugarnar. Hurðum er skellt, misskilningur á sér stað, handalögmál eru á sviðinu, og grátbroslega atvik í bland við sprenghlægileg atriði eins og eiga að prýða góðan farsa.

Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn

Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær.

Arna Ír leiðir Samfylkinguna í Árborg

Á fjölmennum félagsfundi Samfylkingarinnar í Árborg í gærkvöldi var samþykktur einróma framboðslisti vegna sveitastjórnarkosninga þann 14.maí næstkomandi.

Aldís og Guðrún eru lambadrottningarnar í Skarði

Gimbrarnar Aldís og Guðrún eru lambadrottningar á bænum Skarði í Landsveit en þær komu í heiminn í gær þegar það var vorjafndægur. Skarð er stærsta fjárbú á Suðurlandi með um ellefu hundruð fjár. Um átján hundruð og fimmtíu lömb munu fæðast á bænum í vor.

Sjá meira