
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða.
Fréttamaður
Magnús er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða.
Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt.
Matthildur Guðrún Hlín Leósdóttir, átta ára Heiðabúi, hlaut hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta í dag fyrir að veita móður sinni lífsbjörg þegar kransæð rofnaði hjá henni.
Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins.
Breski grínistinn Russell Brand hefur svarað nauðgunarásökunum og segist hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei nauðgari. Hann sé þakklátur að geta fengið að verja sig í réttarhöldum.
Daglegar ferðir svartrar þyrlu, sem breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe á, til og frá Egilsstöðum vöktu athygli Héraðsbúa í síðust viku. Á daginn kom að þyrlan hafði verið að ferja vistir fyrir Ratcliffe og félaga í fjallaferð á Austurlandi.
Atvinnuvegaráðuneytið segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) ekki hafa svarað fundarboði um fund þar sem fara átti yfir útreikninga að baki veiðigjaldsbreytingum. Gagnabeiðnir frá SFS hafi verið afgreiddar í samræmi við lög og þau gögn sem falli undir afhendingarskyldu hafi samtökin fengið.
Tom Cruise rauf loks þögnina eftir andlát Vals Kilmer og minntist Ísmannsins með stundarþögn á kvikmyndaráðstefnu í Las Vegas í gær.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir tollahækkanir Trump geta haft áhrif á íslenska ferðaþjónustu og vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Ísland hafi sloppið vel en erfitt sé að gera sér grein fyrir mögulegum tækifærum sem felist í aðgerðunum.
Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur verið leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og taldi forsetann hafa brotið gegn stjórnarskránni með yfirlýsingu herlaga í desember.