Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2025 15:26 Dúkkan sem Kira Cousins lét eins og væri dóttir sín, móðirin sem blekkti alla og svo hinn meinti faðir í kynjaveislunni. Skosk kona notaði gervibumbu í marga mánuði, falsaði sónarmyndir, þóttist hafa eignast dóttur og reyndi að telja fólki trú um að dúkka væri dóttir hennar. Upp komst um blekkingarleikinn þegar hún sagði dótturina hafa dáið. Saga hinnar 22 ára Kiru Cousins, sem er frá smábænum Airdrie í Skotlandi, hefur farið eins og eldur í sinu netheima síðustu daga eftir að vinkona hennar, Neave Mcrobert, birti Facebook-færslu í síðustu viku þar sem hún lýsti blekkingum Cousins. Neave Mcrobert lýsir svikum vinkonu sinnar. Mcrobert rekur söguna frá því Cousins greindi frá óléttunni, laug að fjölskyldu sinni, vinum og meintum barnsföður og þar til upp komst um hana. Færslunni fylgdu myndir af samskiptum milli Cousins og Mcrobert og svo nokkrar af dótturinni, Bonnie-Leigh Joyce Gardner, sem sést greinilega að er dúkka. „Hvar í fjandanum á ég eiginlega að byrja, Kira er/var góð vinkona mín, daginn sem hún sagði mér að hún væri „ólétt“ var ég svo glöð yfir því að verða frænka,“ skrifar Mcrobert í færslunni. Stór kynjaveisla og skyndileg fæðing Kira hafi sent Neave sónarmyndir af fóstrinu og haldið henni upplýstri meðan á meðgöngunni stóð. Fjórum mánuðum síðar var haldin kynjaveisla þar sem móðirin fékk gríðarlegt magn gjafa að sögn Mcrobert. Engan hafi grunað þá að hún væri að ljúga. Kira tilkynnir kynið í kynjaveislunni. „Kira sendi mér skilaboð alla „meðgönguna“ að segja mér að verða aldrei ólétt, hún væri stöðugt veik, liði svo einmana og þar fram eftir götunum[.] Sagði mér að Jamie hefði aldrei farið með í neinar skoðanir og málaði Jamie og fjölskyldu hans upp sem versta fólk á jörðinni,“ skrifar Neave um lýsingar Kiru á meðgöngunni. Einn daginn vaknaði Neve við ný Snapchat-skilaboð frá vinkonu sinni um að hin nýfædda Bonnie-Leigh væri komin í heiminn. „Hún sendi mér líka myndband af sér að labba út úr spítalanum með barnið í bílstól, mér leið hræðilega því ég hélt hún hefði eignast barnið ein á báti“ skrifar Neave um Cousins. Leyfði engum að snerta barnið Tveimur dögum eftir fæðinguna sendi Kira skilaboð á Neave um að tengdamóðir sín hefði kallað barnið dúkku sem hreyfði sig ekki. Kira sagðist þá hafa farið með stúlkuna á spítala og það væri allt í lagi með hana nema hún væri með mikið slím. Degi síðar fékk Neave skilaboðin: „Ég þarf að komast út úr þessu húsi, má ég hitta þig?“ Nýfædd Bonnie-Leigh Joyce Gardner? Hún hefði í kjölfarið sótt Kiru og farið með hana að heimsækja vinnufélaga hennar í Morrisons. Hamingjuóskum og peningagjöfum hefði rignt yfir nýbakaða móðurina. Næst hefðu þær heimsótt móður Neave til að sýna henni litla krílið. „Mamma mín var líka spennt að hitta barnið því Kari hafði verið að segja mömmu minni í margar vikur og mánuði að hún gæti ekki beðið eftir að hitta hana,“ segir Mcrobert í færslunni. Þegar sú gamla ætlaði að færa teppið frá tám barnsins hefði Kira kippst við, fært sig undan og sett teppið aftur yfir stúlkuna. Kira hefði í kjölfarið sagt að stelpan væri enn sofandi svo það væri best að trufla hana ekki. „Bonnie-Leigh er dáin“ Næst lýsir Neave því að Kira hefði talað í símann við Jamie, meinta barnsföðurinn, þegar þær voru saman. Hann vildi að framkvæmt yrði DNA-próf til að skera úr um faðernið en móðirin sagði það ekki vera hægt því barnið væri með svo mikið slím. Bonnie-Leigh litla í ruggustólnum sínum. „Hún leyfði ekki neinum að snerta barnið, ekki einu sinni mér þegar hún var heima hjá mér, en við héldum bara að hún væri ofvernandi mamma!“ skrifar Mcrobert í færslunni. Degi síðar hafi systir Neave tekið eftir því að búið var að eyða öllu myndum og myndböndum af barninu af bæði Facebook og Instagram. Neave segist þá hafa haft samband við barnsföðurinn sem tjáði henni að barnið hefði verið dúkka allan tímann. „Hún gekk meira að segja svo langt að senda Jamie, pabba dúkkunnar, skilaboð þar sem sagði Bonnie-Leigh er dáin,“ skrifar hún. „Ég get ekki ímyndað mé hvernig honum líður núna og öllum þeim sem hefur verið logið að í marga marga mánuði,“ skrifar Mcrboert og bætir við: „Ég veit mér líður eins og ég hafi verið notuð, örmagna, andlega er ég í fokki, mér líður eins og ég geti ekki treyst eða trúað neinum.“ @neavemcrobert ❌❌KIRA COUSINS AND BONNIE-LEIGH ❌❌ ♬ original sound - NeaveMcrobert „Ég var ekki ólétt“ Kira Cousins virðist hafa eytt Facebook-aðgangi sínum, allavega þeim sem sést í færslu Neave, en skoska götublaðið the Daily Record segist vera með skjáskot af Instagram-sögu Cousins. Erfitt er að fullyrða að um hina sönnu Cousins sé að ræða vegna þess hve auðvelt er að falsa aðganga í dag en þar gengst hún við blekkingunum og biður vandamenn sína afsökunar. „Ég var ekki ólétt. Það var ekkert barn. Ég skáldaði það og gekk alltof langt. Ég falsaði skimanir, skilaboð, heila fæðingarsögu og lét eins og dúkka væri alvöru barn,“ segir í færslunni sem á að hafa birst á þriðjudag. „Ég veit hve slæmt þetta er, ég skeit á mig. Ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að stoppa þegar ég var byrjuð. Ég er ekki með neina afsökun. Ég var ekki með réttu ráði en það þýðir ekki að þetta sé í lagi. Ég veit að þetta mun loða við mig lengi og að ég hef örugglega misst vini sem ég fæ aldrei aftur.“ Skotland Meðganga Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Saga hinnar 22 ára Kiru Cousins, sem er frá smábænum Airdrie í Skotlandi, hefur farið eins og eldur í sinu netheima síðustu daga eftir að vinkona hennar, Neave Mcrobert, birti Facebook-færslu í síðustu viku þar sem hún lýsti blekkingum Cousins. Neave Mcrobert lýsir svikum vinkonu sinnar. Mcrobert rekur söguna frá því Cousins greindi frá óléttunni, laug að fjölskyldu sinni, vinum og meintum barnsföður og þar til upp komst um hana. Færslunni fylgdu myndir af samskiptum milli Cousins og Mcrobert og svo nokkrar af dótturinni, Bonnie-Leigh Joyce Gardner, sem sést greinilega að er dúkka. „Hvar í fjandanum á ég eiginlega að byrja, Kira er/var góð vinkona mín, daginn sem hún sagði mér að hún væri „ólétt“ var ég svo glöð yfir því að verða frænka,“ skrifar Mcrobert í færslunni. Stór kynjaveisla og skyndileg fæðing Kira hafi sent Neave sónarmyndir af fóstrinu og haldið henni upplýstri meðan á meðgöngunni stóð. Fjórum mánuðum síðar var haldin kynjaveisla þar sem móðirin fékk gríðarlegt magn gjafa að sögn Mcrobert. Engan hafi grunað þá að hún væri að ljúga. Kira tilkynnir kynið í kynjaveislunni. „Kira sendi mér skilaboð alla „meðgönguna“ að segja mér að verða aldrei ólétt, hún væri stöðugt veik, liði svo einmana og þar fram eftir götunum[.] Sagði mér að Jamie hefði aldrei farið með í neinar skoðanir og málaði Jamie og fjölskyldu hans upp sem versta fólk á jörðinni,“ skrifar Neave um lýsingar Kiru á meðgöngunni. Einn daginn vaknaði Neve við ný Snapchat-skilaboð frá vinkonu sinni um að hin nýfædda Bonnie-Leigh væri komin í heiminn. „Hún sendi mér líka myndband af sér að labba út úr spítalanum með barnið í bílstól, mér leið hræðilega því ég hélt hún hefði eignast barnið ein á báti“ skrifar Neave um Cousins. Leyfði engum að snerta barnið Tveimur dögum eftir fæðinguna sendi Kira skilaboð á Neave um að tengdamóðir sín hefði kallað barnið dúkku sem hreyfði sig ekki. Kira sagðist þá hafa farið með stúlkuna á spítala og það væri allt í lagi með hana nema hún væri með mikið slím. Degi síðar fékk Neave skilaboðin: „Ég þarf að komast út úr þessu húsi, má ég hitta þig?“ Nýfædd Bonnie-Leigh Joyce Gardner? Hún hefði í kjölfarið sótt Kiru og farið með hana að heimsækja vinnufélaga hennar í Morrisons. Hamingjuóskum og peningagjöfum hefði rignt yfir nýbakaða móðurina. Næst hefðu þær heimsótt móður Neave til að sýna henni litla krílið. „Mamma mín var líka spennt að hitta barnið því Kari hafði verið að segja mömmu minni í margar vikur og mánuði að hún gæti ekki beðið eftir að hitta hana,“ segir Mcrobert í færslunni. Þegar sú gamla ætlaði að færa teppið frá tám barnsins hefði Kira kippst við, fært sig undan og sett teppið aftur yfir stúlkuna. Kira hefði í kjölfarið sagt að stelpan væri enn sofandi svo það væri best að trufla hana ekki. „Bonnie-Leigh er dáin“ Næst lýsir Neave því að Kira hefði talað í símann við Jamie, meinta barnsföðurinn, þegar þær voru saman. Hann vildi að framkvæmt yrði DNA-próf til að skera úr um faðernið en móðirin sagði það ekki vera hægt því barnið væri með svo mikið slím. Bonnie-Leigh litla í ruggustólnum sínum. „Hún leyfði ekki neinum að snerta barnið, ekki einu sinni mér þegar hún var heima hjá mér, en við héldum bara að hún væri ofvernandi mamma!“ skrifar Mcrobert í færslunni. Degi síðar hafi systir Neave tekið eftir því að búið var að eyða öllu myndum og myndböndum af barninu af bæði Facebook og Instagram. Neave segist þá hafa haft samband við barnsföðurinn sem tjáði henni að barnið hefði verið dúkka allan tímann. „Hún gekk meira að segja svo langt að senda Jamie, pabba dúkkunnar, skilaboð þar sem sagði Bonnie-Leigh er dáin,“ skrifar hún. „Ég get ekki ímyndað mé hvernig honum líður núna og öllum þeim sem hefur verið logið að í marga marga mánuði,“ skrifar Mcrboert og bætir við: „Ég veit mér líður eins og ég hafi verið notuð, örmagna, andlega er ég í fokki, mér líður eins og ég geti ekki treyst eða trúað neinum.“ @neavemcrobert ❌❌KIRA COUSINS AND BONNIE-LEIGH ❌❌ ♬ original sound - NeaveMcrobert „Ég var ekki ólétt“ Kira Cousins virðist hafa eytt Facebook-aðgangi sínum, allavega þeim sem sést í færslu Neave, en skoska götublaðið the Daily Record segist vera með skjáskot af Instagram-sögu Cousins. Erfitt er að fullyrða að um hina sönnu Cousins sé að ræða vegna þess hve auðvelt er að falsa aðganga í dag en þar gengst hún við blekkingunum og biður vandamenn sína afsökunar. „Ég var ekki ólétt. Það var ekkert barn. Ég skáldaði það og gekk alltof langt. Ég falsaði skimanir, skilaboð, heila fæðingarsögu og lét eins og dúkka væri alvöru barn,“ segir í færslunni sem á að hafa birst á þriðjudag. „Ég veit hve slæmt þetta er, ég skeit á mig. Ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að stoppa þegar ég var byrjuð. Ég er ekki með neina afsökun. Ég var ekki með réttu ráði en það þýðir ekki að þetta sé í lagi. Ég veit að þetta mun loða við mig lengi og að ég hef örugglega misst vini sem ég fæ aldrei aftur.“
Skotland Meðganga Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira