Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjáðu þegar gígur Litla-Hrúts hrundi

Vesturhlið gígsins við Litla-Hrút hrundi í nótt og varð mikið hraunflóð út úr honum til vesturs. Gígskálin virðist hafa gefið sig eftir að hrauntjörnin inni í honum hækkaði töluvert.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Slökkviliðsstjóri slökkviliðs Grindavíkur segir aðgerðir við gosstöðvarnar síðustu daga með þeim allra umfangsmestu sem liðið hefur tekið þátt í. Lokað er að gosstöðvunum í dag vegna mengunar, fjórða daginn í röð. Við tökum stöðuna á eldgosinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12

Á­fram lokað að gos­stöðvunum

Lokað verður áfram að gosstöðvunum við Litla-Hrút. Það er gert til að tryggja öryggi fólks á svæðinu en þar er mikil mengun vegna gróðurelda. Þá er vindáttin sérstaklega óhagstæð þar sem gasmengunin berst yfir gönguleiðir og Suðurstrandarveg.

Norð­vestan­átt á landinu og gasmengun gæti borist til Grinda­víkur

Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur.

Ölvaður maður áreitti listamann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þó nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál, þjófnað og fólk í annarlegu ástandi. Þá var fjöldi ökumanna sektaður vegna hraðaksturs og aðrir teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum.

Eldur kviknaði í skúr í Stekkjar­bakka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans.

Sjá meira