Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Af­lýsir öllum tón­leikum vegna tauga­sjúk­dómsins

Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikum sínum vegna ólæknandi taugasjúkdóms sem hún er með. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast á ensku stiff person syndrome. Dion segist þó ekki ætla að gefast upp, hún hlakki til að koma fram aftur á ný.

Eins og sameining sé ákveðin og „sýndarsamráð“ tekið við

Framhaldsskólakennari í Keili furðar sig á því sem fram kom á fundi sem stýrihópur mennta- og barnamálaráðuneytisins boðaði til vegna mögulegrar sameiningar skólans við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Langflestir séu ósáttir en að hans mati virtist vera sem búið væri að taka ákvörðun um sameiningu. Nú sé eins og svokölluð sýndarsamráð hafi tekið við.

Ís­lenskir neyt­endur geti ekki leitað til ís­lenskra dóm­stóla

Formaður Neytendasamtakanna segir sýknun Íslandsbanka í máli sem karlmaður höfðaði með aðkomu samtakanna gegn Íslandsbanka vera gífurleg vonbrigði. Dómnum verði áfrýjað til Landsréttar en hann bindur annars vonir við að Evrópskir dómstólar taki upp hanskann fyrir neytendur.

112 milljóna hagnaður hjá Skógarböðunum

Baðlónið Skógarböðin, sem staðsett er í Vaðlaskógi í Eyjafirði, hagnaðist um yfir hundrað milljónir á síðasta ári, þrátt fyrir að lónið hafi ekki opnað fyrr en í maí í fyrra. Gestafjöldi hefur verið meiri en búist var við í upphafi en lónið hefur tekið á móti yfir hundrað þúsund gestum frá því það opnaði fyrir ári síðan.

„Kominn tími til að starta sumrinu“

Mohammed Emin Kizilkaya veðurfræðiáhugamaður spáði því í vikunni að Íslendingar mættu eiga von á góðu veðri í kringum næstu mánaðarmót. Sumarið væri á leiðinni til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að Mohammed hafi ýmislegt til síns máls.

Varð rafmagnslaust á Norðurlandi

Rafmagnslaust var á Akureyri, Dalvík og í nærsveitum sökum útleysingar á Rangárvöllum. Að því fram kemur á vef Landsnets voru allir notendur á Akueryri og nágrenni eru án rafmagns.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður VR segir galið að seðlabankastjóri skuli skella skuldinni á verkalýðshreyfinguna þegar kemur að verðbólgu í landinu. Hann segir endalausar hótanir í garð verkalýðshreyfingarinnar vera óskiljanlegar.

Birtir launa­seðla leik­skóla­leið­bein­enda

Töluverður munur er á launum leikskólaleiðbeinenda sem vinna í Reykjavík og í Kópavogi. Samkvæmt launaseðlum sem formaður BSRB birtir í dag fær leiðbeinandi í Kópavogi um 45 þúsund krónum minna í heildarlaun fyrir skatt.

Bein út­sending: Ný­sköpun í mann­virkja­iðnaði

Fundur um nýsköpun í mannvirkjaiðnaði verður haldinn hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, í Borgartúni 21, milli 9 og 12:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 

Sjá meira