Klippari

Máni Snær Þorláksson

Nýjustu greinar eftir höfund

Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur

Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð.

Fluttur með sjúkra­flugi eftir vinnu­slys í ál­verinu

Sprenging í deiglu hjá Alcoa Fjarðaáli varð til þess að starfsmaður þar fékk brunasár. Starfsmaðurinn var fyrst fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað en þar var ákveðið að flytja hann með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Byrjaði með kærastanum eftir blint stefnu­mót

Söngkonan Miley Cyrus prýðir nýjustu forsíðu British Vogue. Í viðtali við tímaritið segir hún meðal annars frá því hvernig hún kynntist kærastanum sínum, Maxx Morando. Miley segist hafa kynnst honum á blindu stefnumóti.

Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi

Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi.

Þóra Dungal er látin

Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Starfs­fólkið himin­lifandi með breytinguna

Eigendur útivistarverslunarinnar GG sport hafa ákveðið að stytta opnunartíma sinn og loka verslunum sínum klukkan 17. Fylgja þeir þar með fordæmi fleiri verslunareigenda sem hafa tekið svipuð skref. Annar eigendanna segir starfsfólk verslunarinnar vera himinlifandi með breytinguna.  

Ásgeir Trausti með ábreiðu af Sálinni í herferð Ljóssins

Ljósið, endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda, hrindir í dag af stað nýrri herferð undir yfirskriftinni Klukk, þú ert hann! Ásgeir Trausti leggur herferðinni lið með endurútgáfu á laginu Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns. 

Spá því að vextir hækki um heila prósentu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki stýrivexti um eitt prósentustig í næstu viku. Ef spá Landsbankans gengur eftir verða stýrivextir hærri en þeir hafa verið í rúm þrettán ár.

Vilja kaupa 1.700 í­búðir og leigja út á kostnaðar­verði

Samtök leigjenda hafa óskað eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1.700 íbúðum félagsins. Hugmynd samtakanna er að nýtt samvinnufélag kaupi íbúðirnar og að þær verði leigðar út á kostnaðarverði. Samvinnufélagið myndi tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga.

Kviknaði í sánu eftir að ofn losnaði

Eldur kom upp í sánu í Vesturbæjarlaug í dag. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir starfsmenn hafa brugðist fljótt við og slökkt eldinn. Hún er vongóð að sánan opni aftur á næstu dögum, jafnvel á morgun ef allt gengur upp.

Sjá meira