Vilja kaupa 1.700 íbúðir og leigja út á kostnaðarverði Máni Snær Þorláksson skrifar 17. maí 2023 13:35 Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda. Vísir/Vilhelm Samtök leigjenda hafa óskað eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1.700 íbúðum félagsins. Hugmynd samtakanna er að nýtt samvinnufélag kaupi íbúðirnar og að þær verði leigðar út á kostnaðarverði. Samvinnufélagið myndi tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það. Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Í tilkynningu frá samtökum leigjenda kemur fram að þau vilji kaupa íbúðirnar svo þær „geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni.“ Samtökin vilja jafnframt fá viðræður við fjármálaráðuneytið, stjórn ÍL-sjóðs og stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun kaupanna. Þá óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um „nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda.“ Þar sem samtökin vilja kaupa allar íbúðir félagsins telja þau að hægt verði að fá magnafslátt á umsömdu kaupverði. Þau telja það vera mögulegt sökum þess að Heimstaden myndi spara sér langt söluferli á íbúðunum með því. Þá reikna samtökin með því að fá góð lánskjör. „Enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu.“ Vilja leigja út íbúðirnar á kostnaðarverði Samtökin eru með þá hugmynd að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi íbúðanna. Félagið eigi að hafa það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Þá eigi leigjendur sjálfir að vera í stjórn rekstrarfélagsins og móta stefnu þess og markmið. „Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur.“ Samtökin telja að stjórnvöld geti mætt þem fjölskyldum sem nú leigja íbúðirnar sem Heimstaden hefur í hyggju að selja. „Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur,“ segir í tilkynningunni. „Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna.“ Því segja samtökin að neyðarástand sé yfirvofandi og að bregðast verði við því af ábyrgð. Tilboð þeirra kalli eftir slíkri ábyrgð hjá Heimstaden, ráðherrum og lífeyrissjóðunum. „Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.“ Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigjendasamtökin óska eftir viðræðum við stjórn Heimstaden um kaup á 1700 íbúðum félagsins svo þau geti áfram verið í útleigu og leigjendur þeirra endi ekki á götunni. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við fjármálaráðuneytið og stjórn ÍL-sjóðs um fjármögnun kaupanna. Jafnframt óska Leigjendasamtökin eftir viðræðum við stærstu lífeyrissjóði um fjármögnun. Einnig óska samtökin eftir aðkomu innviðaráðuneytis og dómsmálaráðuneytis um nauðsynlegar lagabreytingar er snúa að stofnun og rekstri samvinnufélags leigjenda. Leigjendasamtökin telja að nokkur magnafsláttur verði á umsömdu kaupverði þar sem Heimstaden spari sér langt söluferli á 1700 íbúðum. Samtökin reikna með góðum lánskjörum, enda vart hægt að finna betra veð fyrir langtímaláni en í 1700 íbúðum sem allar eru í útleigu. Hugmynd Leigjendasamtakanna er að nýtt samvinnufélag leigjenda verði kaupandi og eigandi, félag sem hefur það markmið að leigja út á kostnaðarverði og tryggja leigjendum öryggi og langtímasamninga. Einnig að leigjendur sjálfir séu í stjórn rekstrarfélagsins og móti stefnu þess og markmið. Þannig megi stuðla að lækkun húsaleigu og auknu húsnæðisöryggi fyrir leigjendur. Leigjendasamtökin telja að stjórnvöld geti mætt þessum 1700 fjölskyldum og öðrum leigjendum með því að fjármagna þessi kaup. Skaðinn af því að allar þessar fjölskyldur missi húsnæði sitt yrði hryllilegur. Sala Heimstaden á þessum íbúðum út af leigumarkaði mun einnig valda kreppu á leigumarkaði sem mun skrúfa upp leiguverð og grafa undan lífskjörum þúsunda fjölskyldna. Hér er því yfirvofandi neyðarástand sem bregðast verður við af ábyrgð. Tilboð Leigjendasamtakanna kallar eftir þeirri ábyrgð hjá eigendum og stjórn Heimstaden, hjá ráðherrum ríkisstjórnar og stjórnum lífeyrissjóðanna. Það þarf að koma í veg fyrir áfallið. Hugmyndir Leigjendasamtakanna eru tilboð um það.
Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira