Neytendastofa slær á fingur Origo Neytendastofa hefur bannað Origo hf. að nota fullyrðinguna „besta noise cancellation í heimi“ í markaðsefni um Bose heyrnartól sem fyrirtækið selur. Stofnunin taldi gögn sem Origo lagði fram sér til stuðnings ekki ná að sanna jafn afdráttarlausa fullyrðingu og þá sem um ræðir. 21.4.2023 23:31
Teitur aðstoðar Ásmund Einar Teitur Erlingsson mun taka við Arnari Þór Sævarssyni sem aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Teitur mun starfa ásamt Sóleyju Ragnarsdóttur sem er einnig aðstoðarmaður Ásmundar. 21.4.2023 16:55
Framhaldsskólakennarar samþykkja kjarasamning Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum hafa samþykkt nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta. Samningurinn sem um ræðir er til eins árs. 21.4.2023 15:54
„Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins“ Kristján Einar Sigurbjörnsson segist sjá eftir því að hafa ekki greint rétt frá öllum þáttum í máli er varðar handtöku hans á Spáni í fyrra. Í spænskum dómi kemur fram að Kristján hafi gerst sekur um ofbeldisfullt rán en ekki „fyllerísslagsmál“ eins og hann hafði áður haldið fram. 21.4.2023 15:30
Guðrún Halla ráðin framkvæmdastjóri hjá Norðuráli Guðrún Halla Finnsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli. Fram kemur í tilkynningu frá Norðuráli að Guðrún muni meðal annars leiða vinnu við raforkusamninga fyrirtækisins. 21.4.2023 13:04
„Við þurftum að fara svolítið varlega“ Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er. 21.4.2023 12:51
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. 21.4.2023 12:26
Kristín ráðin rektor Listaháskóla Íslands Kristín Eysteinsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, hefur verið ráðin sem nýr rektor Listaháskóla Íslands. Kristín hefur störf þann 1. ágúst næstkomandi. Tekur hún við starfinu af Fríðu Björk Ingvarsdóttur sem er á sínu tíunda starfsári. Alls sóttu tuttugu um stöðuna. 21.4.2023 09:39
Bíður sárkvalinn eftir því að komast að Sambýliskona manns sem er sárkvalinn vegna verkja í bakinu gagnrýnir harðlega að hann þurfi að bíða fram á sumar eftir því að komast inn hjá verkjateymi Landspítalans. Hún furðar sig á því hvers vegna heilbrigðiskerfið sé ekki betra en þetta hjá fámennri þjóð eins og Íslandi. 20.4.2023 07:07
Bein útsending: Hús íslenskunnar vígt og nafnið afhjúpað Vígsla á Húsi íslenskunnar fer fram í dag. Sýnt verður frá vígslunni í beinni útsendingu. Á meðal þess sem fram fer á vígslunni er að nafn hússins verður afhjúpað. Alls bárust rúmlega þrjú þúsund tillögur í samkeppni um nafn á húsinu. 19.4.2023 16:01