Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

660 skjálftar frá mið­nætti

Um 660 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti var 1,8 að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið í kringum Hagafell en þónokkrir hafa mælst við kvikuganginn undir Grindavík.

Vaktin: Lítil virkni í einu gos­opi

Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 

Horfði á framtíðarheimilið fuðra upp í beinni út­sendingu

Eigandi fyrsta hússins sem varð hrauninu að bráð í Grindavík í dag, segir það hafa verið óraunverulegt að horfa upp á húsið sitt fuðra upp í beinni útsendingu. Hann hafði talið húsið vera á einum öruggasta staðnum í bænum.

Ríkis­stjórnin fundar vegna eld­gossins

Ráðherr­anefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda klukk­an fimm í dag vegna eld­goss­ins sem hófst í morg­un. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er á leið til landsins, en hún hefur verið erlendis undanfarna daga. 

Nýjar sprungur hafa opnast í Grinda­vík

„Við sjáum í Grindavík að það eru nýjar sprungur búnar að opnast. Við erum með dróna yfir bænum og við erum að sjá nýjar sprungur. Við erum að sjá gufu sem þýðir að heita vatnið er farið í sundur á einhverjum stöðum. Það er eitt og annað sem á eftir að koma í ljós.“

„Þetta er bara al­veg hrika­leg staða“

„Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 

„Vin­sam­legast gefið okkur vinnu­frið“

Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. 

Sjá meira