Leið vítiskvalir með áldós fasta í gogginum Aflífa þurfti unga grágæs sem fannst illa á sig komin við andapollinn á Reyðarfirði í síðustu viku. Gæsin hafði verið með áldós fasta í gogginum í tvo sólarhringa og liðið vítiskvalir. 24.9.2023 11:10
„Svakaleg“ markaðsetning hjá sólbaðsstofum landsins Merki eru um að ungmenni sæki í síauknum mæli í ljósabekki. Húðlæknir segir markaðsetningu villandi en dæmi séu um að sólbaðstofur auglýsi ljósabekki sem sagðir eru auka collagen framleiðslu húðarinnar og séu d-vítamínbætandi. Hún telur að banna ætti ljósabekkjanotkun algjörlega hér á landi. 24.9.2023 09:47
Innbrot á hótelherbergi og hanar til vandræða Útköll tengd ölvun voru einkennandi fyrir verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, ef marka má dagbók lögreglunnar. 24.9.2023 07:47
„Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“ Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu fyrir rúmu ári hafa glímt við sorg, svartnætti, sjálfsvígshugsanir og ítrekaðan fósturmissi síðasta árið. Þau láta sig dreyma um Alexöndruróló, leikvöll til minningar um litlu stúlkuna þeirra, mesta stuðbolta sem hægt var að ímynda sér. 24.9.2023 07:16
„Þessi óvissa er algjör martröð“ Enn hefur ekkert spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar, 36 ára,sem hvarf í Dóminíska Lýðveldinu fyrir tæpum tveimur vikum. Systir hans segir vonina um góðar fréttir minnka með hverjum degi. 23.9.2023 14:21
Hvæsandi rostungur leit við á Raufarhöfn Fjöldi íbúa á Raufarhöfn safnaðist saman við fjöru í bænum í dag, til að berja rostung augum sem þar hafði gert sig heimankominn. Honum virðist ekki hafa líkað athyglin sérstaklega vel en hann yfirgaf svæðið fyrir stundu. 23.9.2023 13:43
Sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur Mönnunum þremur sem handteknir voru í aðgerðum sérsveitarinnar í gær í Flúðaseli í Breiðholti, hefur verið sleppt úr haldi. 23.9.2023 12:06
Varðskipið Þór með farþegaskip í togi til Reykjavíkur Varðskipið Þór er nú með franska farþegaskipið Polarfront í togi frá Grænlandi til Reykjavíkur. 23.9.2023 11:49
„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“ Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 23.9.2023 10:41
Henti jógúrti í hús og aðrir reyktu kannabis í ruslageymslu Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum.Meðal annarra verkefna voru útköll vegna manns sem henti jógúrti í hús og annarra sem reyktu kannabis í ruslageymslu. 23.9.2023 07:35