Leið vítiskvalir með áldós fasta í gogginum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. september 2023 11:10 Grágæsin,vel stálpaður og fleygur ungi, hefur liðið miklar þjáningar í þá tvo sólarhringa sem hún var með áldós pikkfasta í gogginum. Náttúrustofa Austurlands Aflífa þurfti unga grágæs sem fannst illa á sig komin við andapollinn á Reyðarfirði í síðustu viku. Gæsin hafði verið með áldós fasta í gogginum í tvo sólarhringa og liðið vítiskvalir. Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á. Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Austurfrétt sagði frá því að gæsin, vel stálpaður og fleygur ungi, hefði fundist illa á sig komin við Andapollinn á Reyðarfirði með áldós pikkfasta í gogginum. Hálfdán Helgi Helgason, fuglavistfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands, segir í samtali við fréttstofu að tilkynning hafi borist til lögreglu vegna málsins. Í kjölfarið var reynt að handsama gæsina en það hafi því miður ekki gengið þar sem hún hafi alltaf flogið burt. „Þessi fugl hefði dregið sig í hlé og haldið áfram að veslast upp. Þetta hefði getað orðið langur og mjög kvalarfullur dauðdagi,“ segir Hálfdán. Leið vítiskvalir Það var því metið sem svo að ekki væri hægt að bjarga gæsinni og hún skotin. Að sögn Hálfdáns var gæsin með dósina fasta við gogginn í tvo sólarhringa. Ljóst er að hún hefur liðið vítiskvalir á meðan. „Hvassar brúnir á dósinni skárust í gogginn og voru grafnar inn í neðri skoltinn þannig að tungan var pikkföst. Þetta hefur verið rosalega kvalarfult.“ Tilkynningar berist ekki oft um fugla í vandræðum eins og þessu. Algengara sé að þeir lendi í efnamengun, svo sem frá grút eða olíu. Áminning um að ganga vel frá sorpi Hálfdán segir að þetta atvik sé ágætis áminning um afleiðingar sem geta hlotist af því að henda rusli í náttúruna. Maður veit svo sem ekki hvernig þetta hefur komið til, rusl getur fokið en þetta er líka áminning um að ganga vel frá sorpi.“ Ég hélt að það væri liðin tíð að henda rusli á víðavangi. Að lokum bendir Hálfdán á að verði fólk vart við dýr í vandræðum eigi að hafa samband við Neyðarlínuna. Lögreglan sinni slíkum málum eða komi þeim áleiðis til Matvælastofnunar eða annara viðbragðsaðila eftir því sem við á.
Dýr Fuglar Fjarðabyggð Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira