„Við höfum alltaf vitað að það er fólk þarna úti sem vill okkur ekkert gott“ Trans fólk og ungt hinsegin fólk finnur mest fyrir breyttri orðræðu á netmiðlum og víðar, að sögn formanns Hinsegin daga. Blendnar tilfinningar fylgi setningu hátíðarinnar. 8.8.2023 20:37
Fordómalaus vinnustaður sé eftirsóttur vinnustaður Ölgerðin vinnur nú að því að verða íslenska fyrirtækið til að hljóta vottun Samtakanna '78 sem hinseginvænn vinnustaður. Forstjórinn segir heilmikla vinnu framundan sem muni skila sér í eftirsóttum vinnustað. 8.8.2023 20:28
Örtröð og tómar hillur á rýmingarsölu Krónunnar Örtröð myndaðist í verslun Krónunnar á Granda í dag þar sem rýmingarsala fór fram. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist verslunarstjóri eiga von á því að allar hillur verði tómar í kvöld. 7.8.2023 20:28
Perlar og selur armbönd til að safna fyrir draumaferðinni í Disney World Kona með einhverfu sem á þann draum heitastan að ferðast til Bandaríkjanna brá á það ráð að perla og selja armbönd til að komast í draumaferðina. Armböndin hafa slegið í gegn og vonast hún til að heimsótt Mínu og Mikka mús í Disney World á næsta ári. 7.8.2023 20:00
Þolinmæði í umferðinni skipti miklu máli á degi sem þessum Verslunarmannahelgin er nú yfirstaðin og ferðalangar keppast við að ná heim til sín. Þrátt fyrir þunga umferð að borginni hefur dagurinn gengið stórslysalaust fyrir sig og lítið hefur verið um óhöpp um helgina, samkvæmt varðstjóra hjá umferðardeild lögreglunnar. 7.8.2023 19:22
„Það má alveg segja að við höfum verið verulega óheppin“ Hrakfarir þátttakenda á Alheimsmóti skáta í Suður Kóreu virðast engan endi ætla að taka. Fararstjóri íslenska skátaflokksins segir svekkjandi að þurfa að yfirgefa svæðið nú þegar mótið sé loks að fara almennilega af stað, en von er á fellibyl og því þarf að rýma svæðið. 7.8.2023 12:32
Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. 7.8.2023 12:20
Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. 6.8.2023 19:30
Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. 6.8.2023 15:44
Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6.8.2023 11:01