Fréttamaður

Margrét Björk Jónsdóttir

Margrét Björk er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­rásar­maðurinn hvattur til að gefa sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn karlmanns á þrítugsaldri í tengslum við líkamsárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík í gær. Alls voru fjórir menn á vettvangi þegar átök brutust út. Tveir flúðu af vettvangi en annar þeirra er kominn í leitirnar.

Kurr í menningar­bransanum vegna til­nefninga til Eddu­verð­launa

Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni.

„Af hverju í ó­sköpunum fær þessi maður að endur­taka þetta aftur og aftur?“

Móðir drengs sem var í hóp þeirra sem maður sat um og réðst á í síðustu viku eftir að þeir höfðu gert dyraat á heimili hans, segir málið galið og grafalvarlegt. Hún er hrædd um að álíka atvik muni koma fyrir aftur, verði ekkert aðhafst.  Maðurinn dró einn drengjanna inn til sín og hélt honum föngnum í tíu mínútur eða þar til faðir annars drengs braut rúðu á útidyrahurð mannsins til að komast inn og ná drengnum út.

Ýmis­legt annað í boði en við­skipta­fræði

Háskóladagurinn verður haldinn með prompi og prakt á milli 12 og 15 í dag. Allir háskólar landsins kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Verkefnastjóri segir tilganginn fyrst og fremst vera að láta fólk vita af því að mun meira sé í boði en flestir geri sér grein fyrir.

Sjá meira