Árásarmaðurinn hvattur til að gefa sig fram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn karlmanns á þrítugsaldri í tengslum við líkamsárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík í gær. Alls voru fjórir menn á vettvangi þegar átök brutust út. Tveir flúðu af vettvangi en annar þeirra er kominn í leitirnar. 5.3.2023 13:51
Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort alvarlega áverka sé að ræða. 5.3.2023 13:07
Árásarmaðurinn ófundinn og lögregla íhugar að lýsa eftir honum Maðurinn sem grunaður er um hnífstunguárás við Glæsibæ í Reykjavík í gær er enn ófundinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla veit deili á manninum og íhugar nú að lýsa eftir honum. 5.3.2023 11:52
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5.3.2023 11:31
Leitin að Stefáni Arnari ekki borið neinn árangur: Hlé gert á leit fram á mánudag Leit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að Stefáni Arnari Gunnarssyni, 44 ára, hefur ekki borið neinn árangur í dag. Leitarmenn hafa lokið störfum í bili, en hlé verður gert á leitinni fram á mánudag nema að nýjar vísbendingar berist. 4.3.2023 16:31
Sérsveit leitar manns í Laugardal sem grunaður er um líkamsárás Lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú manns sem grunaður er um að hafa ráðist á annan í Laugardal fyrir stundu. 4.3.2023 16:01
„Af hverju í ósköpunum fær þessi maður að endurtaka þetta aftur og aftur?“ Móðir drengs sem var í hóp þeirra sem maður sat um og réðst á í síðustu viku eftir að þeir höfðu gert dyraat á heimili hans, segir málið galið og grafalvarlegt. Hún er hrædd um að álíka atvik muni koma fyrir aftur, verði ekkert aðhafst. Maðurinn dró einn drengjanna inn til sín og hélt honum föngnum í tíu mínútur eða þar til faðir annars drengs braut rúðu á útidyrahurð mannsins til að komast inn og ná drengnum út. 4.3.2023 15:39
Þrjár konur frá Bólivíu dæmdar til fangelsisvistar fyrir að hafa framvísað fölskum skilríkjum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár konur frá Bólivíu til fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar fyrir skjalafals. Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. 4.3.2023 14:16
Ýmislegt annað í boði en viðskiptafræði Háskóladagurinn verður haldinn með prompi og prakt á milli 12 og 15 í dag. Allir háskólar landsins kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Verkefnastjóri segir tilganginn fyrst og fremst vera að láta fólk vita af því að mun meira sé í boði en flestir geri sér grein fyrir. 4.3.2023 11:32
Sólveig Anna greiðir atkvæði með miðlunartillögunni: „Verð eflaust grilluð á teini mjög hratt og rösklega“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hyggst greiða atkvæði með nýrri miðlunartillögu Ástráðar Haraldssonar, setts sáttasemjara. Hún segist búast við því að verða „grilluð á teini mjög hratt og rösklega“ vegna þess, en telur ekkert annað hafa verið í stöðunni. 4.3.2023 09:33