Öryggisfjarlægð erfið í framkvæmd á snyrtistofum sem séu engir veislusalir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. apríl 2020 13:02 Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga. Samtök iðnaðarins Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Agnes Ósk Guðjónsdóttir, varaformaður félags íslenskra snyrtifræðinga, fagnar lokunarstyrkjum ríkisstjórnarinnar en bendir á að rekstur snyrtifræðinga verði ekki órofinn eftir 4. maí vegna tveggja metra reglunnar. Vinnuaðstöðu snyrtifræðinga sé ekki hægt að líkja við veislusali. Sérstakir lokunarstyrkir eru á meðal þess sem ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum í gær til að bregðast við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins sem nú geisar. Styrkirnir standa þeim rekstraraðilum til boða sem var gert skylt að hætta starfsemi tímabundið til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Fyrirtækjunum bjóðast styrkir upp á að allt að 2,5 milljónir króna auk þess sem lítil og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Stétt snyrtifræðinga hefur orðið fyrir verulegum skakkaföllum vegna veirunnar. „Við að sjálfsögðu fögnum þessum lokunarstyrkjum sem komu fram í gær til fyrirtækja sem þurftu að loka sökum sóttvarna. Það sem á eftir að koma í ljós er hvernig þessir styrkir nýtast miðað við þau skilyrði sem hafa verið sett.“ Megin skilyrðið er að umsóknaraðila hafi verið gert að hætta starfsemi vegna farsóttarinnar og að tekjur hans í apríl 2020 hafi verið að minnsta kosti 75% lægri en þær voru í sama mánuði fyrir ári. Umsóknaraðilinn má heldur ekki vera í vanskilum með opinbergjöld, skatta og með skattsektir sem komnar voru á eindaga fyrir lok árs 2019. Þá má bú hans ekki heldur hafa verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agnes segir gott að hugsa til þess að ríkisstjórnin geri sér grein fyrir þeim efnahagslega skaða sem fyrirtækin hafa orðið fyrir. „En á móti kemur náttúrulega er að það er búið að vera að greiða laun á stofum. Þannig að það er töluvert mikill kostnaður sem situr eftir þar sem eru fleiri starfsmenn heldur en þar sem eru einyrkjar þannig að það á eftir að koma í ljós hvernig þetta verður. Svo náttúrulega það sem ekki er búið að hugsa út í er það eftir að við megum opna á ný þá þurfum við að passa upp á þessa tveggja metra reglu á milli viðskiptavina.“ Eftir 4. maí sé ljóst að reksturinn verður ekki órofinn. „Plássið er bara misjafnlega mikið á þessum stofum. Við erum ekkert með ballsali. Þetta eru hlutir sem eiga bara eftir að koma í ljós,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira