Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi

Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn.

Umdeild öryggislög samþykkt í Kína

Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki sam­ræmst útboðsskilmálum

Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins.

Sam­komu­lag um fram­hald þing­starfa og loka í höfn

Samkomulag er komið í höfn á milli þingflokksformanna um framhald þingstarfanna og lok þeirra að sögn Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks, sem brá sér af fundi þingflokksformanna til að ræða við fréttastofu.

Skúraveður í kortunum í dag

Fremur hæg suðvestlæg átt í dag og víða dálitlar skúrir en eftir hádegi má búast við heldur öflugri skúrum norðaustan til á landinu. Hiti átta til nítján stig, hlýjast austanlands.

Sjá meira