Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn. 1.7.2020 08:37
Þrjátíu handteknir á grunni nýrra öryggislaga Þrjátíu hafa nú verið handteknir í Hong Kong á grundvelli nýrra öryggislaga kínverskra yfirvalda. 1.7.2020 07:15
Neyðarstjórn velferðarsviðs gefur út tilmæli vegna mögulegrar hópsýkingar Í ljósi mögulegrar hópsýkingar í höfuðborginni hefur Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar gefið út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og í sambýli fyrir fatlað fólk. 30.6.2020 10:35
Umdeild öryggislög samþykkt í Kína Stjórnvöld í Kína hafa samþykkt umdeild öryggislög sem hafa víðtæk áhrif á íbúa Hong Kong en með lögunum verður refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi. 30.6.2020 07:16
Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29.6.2020 11:55
Samkomulag um framhald þingstarfa og loka í höfn Samkomulag er komið í höfn á milli þingflokksformanna um framhald þingstarfanna og lok þeirra að sögn Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks, sem brá sér af fundi þingflokksformanna til að ræða við fréttastofu. 26.6.2020 17:01
Félagsmálaráðherra verði kallaður fyrir velferðarnefnd vegna aðbúnaðar erlends verkafólks Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, sendi í dag Helgu Völu Helgadóttur, formanni Velferðarnefndar, beiðni um að Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra yrði kallaður fyrir nefnina til að fara yfir stöðu þeirra aðgerða sem áttu að tryggja aðbúnað verkafólks sem dvelur í húsnæði á vegum atvinnurekenda. 26.6.2020 13:37
Áfram líkur á stærri skjálftum á Norðurlandi Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi hélt áfram í nótt. 25.6.2020 08:02
Skúraveður í kortunum í dag Fremur hæg suðvestlæg átt í dag og víða dálitlar skúrir en eftir hádegi má búast við heldur öflugri skúrum norðaustan til á landinu. Hiti átta til nítján stig, hlýjast austanlands. 25.6.2020 06:53
Skjálfti fjórir að stærð í morgun Jarðskjálfti sem mældist fjórir að stærð varð rúma þrjátíu kílómetra norðaustur af Siglufirði klukkan sjö í morgun. 24.6.2020 13:35