„Ég bjóst við sakfellingu“
Jóhannes S. Ólafsson, réttargæslumaður brotaþola í máli meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, segir þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að dæma meðhöndlarann í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað fjórum konum á meðferðarstofu sinni vera rétta. Niðurstaðan sé jafnframt sigur fyrir þær konur sem leituðu til lögreglu vegna hans.