Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi. 12.7.2025 19:47
Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta. 12.7.2025 15:07
Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Formaður atvinnuveganefndar Alþingis kveðst bjartsýnn á að greidd verði atkvæði um veiðigjaldafrumvarpið í dag en þriðja umræða hófst í dag eftir sögulega beitingu 71. greinar þingskapalaga í gær. 12.7.2025 11:59
Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. 9.7.2025 23:15
Engin U-beygja hjá Play Tilkynning Play um að hætt hafi verið við yfirtöku á félaginu felur ekki í sér neina U-beygju, haldið verður í áður kynntar breytingar á leiðakerfi félagsins en það ekki tekið af markaði líkt og stóð til. Þetta segir forstjóri fyrirtækisins sem fór fyrir áformum um yfirtökuna. 9.7.2025 12:02
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. 7.7.2025 16:01
Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Tímamót í uppbyggingu miðbæjarins í Kópavogi urðu í morgun þegar bæjarstjórn samþykkti samning við verktaka. Hamraborg mun gjörbreytast en fatlaður íbúi segir að hann verði svo gott sem heimilislaus á meðan framkvæmdum stendur og segir íbúð sína orðna verðlausa. 3.7.2025 19:07
Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Þegar eru dæmi þess að gervigreind hafi hafið innreið sína inn í íslenska tónlistarbransann. Þetta segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem segir mikið óveður í aðsigi í bransanum vegna þessa. Framkvæmdastjóri STEF segir að um sé að ræða stærstu áskorunina sem tónlistarmenn standi nú frammi fyrir. 3.7.2025 11:58
Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Algjör pattstaða ríkir á Alþingi. Viðræður um þinglok hafa ekki skilað árangri og á meðan halda maraþonumræður um veiðigjöld áfram. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir umræður um þinglok mjakast áfram. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingkona Flokks fólksins, segir stjórnarandstöðuna setja ný viðmið sem ógni lýðræðinu. 2.7.2025 20:14
Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Bubbi Morthens hefur fyrstur íslenskra listamanna gert sögulegan samning við Öldu Music. Fyrirtækið eignast allt höfundarverk Bubba frá 1980 og réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Bubbi segist hæstánægður, mikið óveður sé í aðsigi í tónlistarbransanum. 2.7.2025 18:59