Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir stöðuna á sjúkra­húsinu á Akur­eyri grafalvarlega

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins.

Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist

Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina.

Strava stefnir Garmin

Bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækið Strava hefur stefnt bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækinu Garmin sem lengi hefur verið samstarfsaðili þess og vill með því koma í veg fyrir að fyrirtækið selji flestar af nýjustu líkamsræktar-og hjólreiðagræjum sínum.

Farið yfir fram­boð hjá Miðflokknum

Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Gisèle Pelicot aftur í réttar­sal

Minna en ári eftir að dómur féll í máli Gisèle Pelicot þarf franska konan að mæta aftur í réttarsal en einn nauðgara hennar hefur áfrýjað málinu. Hann auk fimmtíu annarra voru dæmdir sekir fyrir að hafa brotið á Pelicot kynferðislega árin 2011 til 2020.

Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn hefur fest kaup á raðhúsi í Grafarvogi með tveimur bílastæðum og bílskúr. Hún segist flytja í hverfið vegna staðsetningar og til þess að einfalda lífið, ekki vegna bílastæða, hún segist stolt úthverfatútta í Grafarvogi.

Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Euro­vision

Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni.

Sjá meira