Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“

Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir Pírata, Vinstri græn og Sósíalista nú til þess að gera tómar skeljar. Meira sóknarfæri væri í því fyrir frambjóðendur flokkanna að sameinast og stofna nýjan flokk í stað þess að bjóða fram sameiginlegan lista en augljóst sé að miklar væringar séu nú á ytri vinstrivæng íslenskra stjórnmála.

Þing­maður selur húsið

Vilhjálmur Árnason þingmaður og eiginkona hans Sigurlaug Pétursdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Þau ætla þó ekki langt og stefna á að næsta heimili verði innan sama hverfis í bænum.

Theo­dóra ætlar ekki fram aftur fyrir Við­reisn

Theodóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Viðreisnar í Kópavogi hyggst ekki bjóða sig fram að nýju í sveitarstjórnarkosningum 2026. Hún segist þakklát fyrir undanfarin tólf ár í sveitarstjórn en segist nú vilja eyða meiri tíma með barnabörnunum.

Ung­frú Ís­land rýfur tengslin við Ung­frú Ís­land

Helena Hafþórsdóttir O'Connor sem ber titilinn Ungfrú Ísland lýsir því nú yfir að hún hafi rofið öll tengsl við keppnina og muni ekki tengjast henni á neinn máta frá og með deginum í dag. Hún segir að hún hafi verið skráð úr keppni í Taílandi í hennar óþökk og fullyrðir að henni hafi verið gert að greiða sekt ætlaði hún sér að halda titlinum.

Ó­víst hvort Guð­mundur Ingi snúi aftur í ráðu­neytið

Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður.

Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið

Bandaríski leikstjórinn Rob Reiner og sonur hans Nick Reiner hnakkrifust í jólapartýi hjá grínistanum Conan O' Brien á laugardagskvöldið, daginn áður en Rob fannst myrtur á heimili sínu ásamt eiginkonunni Michele Singer Reiner.

Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við

Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli.

Kanna á­huga á mögu­legu fram­boði Guð­laugs í borginni

Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú.

Sjá meira