Alvarlegar afleiðingar standi aðilar ekki við sitt Formaður VR segir að samningaviðræður breiðfylkingar ASÍ við SA á því stigi nú að farið sé að ræða einstök atriði. Hann segist hafa trú á viðræðunum þrátt fyrir fyrri reynslu, allir aðilar þurfi að standa við sitt. 10.1.2024 14:39
Stjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins í sjálfu sér lokið Prófessor í stjórnmálafræði segir mjög alvarlega stöðu komna upp innan ríkisstjórnarinnar. Óvíst er hvort ríkisstjórnin muni hanga saman fram að kosningum eða springa, en ljóst sé að stjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokknum sé í sjálfu sér lokið. 10.1.2024 12:57
„Skattayfirvöld eru að mjólka okkur til blóðs“ Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungafélagsins sem staðsett er á Bíldudal, segir skattayfirvöld mjólka fyrirtækið til blóðs. Skatturinn fari fram á hærri skatt en sem nemur hagnaði fyrirtækisins og segir Halldór írska fjárfesta þess steinhissa. Málið verður rekið fyrir dómstólum. 10.1.2024 09:44
Fjórar dreifistöðvar Veitna urðu rafmagnslausar Rofa í dreifistöð A12 hjá Veitum sló út á fimmta tímanum í morgun. Fjórar dreifistöðvar Veitna urðu rafmagnslausar vegna þessa. 10.1.2024 08:14
Bæjarstjóri leggst yfir aparólumálið Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir fundi með hönnuðum leikvallar á Eyrartúni svo hægt sé að kanna hvort hægt sé að koma betur til móts við sjónarmið íbúa vegna staðsetningar væntanlegrar aparólu. 10.1.2024 06:45
Bréfpokar undir matarleifar ekki lengur í verslunum Frá og með morgundeginum mun Sorpa hætta dreifingu bréfpoka undir matarleifar í verslunum. Áfram geta íbúar sótt bréfpokana endurgjaldslaust á endurvinnslustöðvum Sorpu og í verslun Góða hirðisins. 9.1.2024 16:24
Sinéad O’Connor lést af náttúrulegum orsökum Írska stórsöngkonan Sinéad O’Connor lést af náttúrulegum orsökum, að því er krufning hefur leitt í ljós. 9.1.2024 14:30
Árið 2023 það hlýjasta í sögunni Árið 2023 var hlýjasta árið síðan mælingar hófust. Það var 1,48 gráðu hlýrra en að meðaltali miðað við hitastig frá því fyrir iðnbyltingu, að því er fram kemur í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. 9.1.2024 14:00
Börnin villtu á sér heimildir og seldu kynferðislegar myndir Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið. 9.1.2024 13:08
Ákvörðun Svandísar hafi verið í samræmi við mat sérfræðinga Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna frestun upphafs hvalveiða var í samræmi við mat og ráðgjöf sérfræðinga matvælaráðuneytisins. 9.1.2024 11:41