Andri er nýr framkvæmdastjóri Landmark Andri Sigurðsson, fasteignasali og einn eigenda LANDMARK fasteignamiðlunar ehf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Tekur hann við af Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala sem hefur gegnt starfinu undanfarin ár. 27.12.2023 16:48
Aldrei séð annað eins í Bláfjöllum Gríðarlegur fjöldi hefur lagt leið sína í Bláfjöll í dag. Bíll er við bíl og hafa þó nokkrir þurft að frá að hverfa vegna fjöldans. 27.12.2023 16:22
New York Times stefnir OpenAI og Microsoft Stjórnendur bandaríska dagblaðsins New York Times hafa höfðað mál gegn fyrirtækjunum OpenAI og Microsoft fyrir meintan þjófnað á höfundarréttarvörðu efni blaðsins. 27.12.2023 16:01
Gjafakort virki svo sannarlega á útsölum Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun. 27.12.2023 15:29
Vildi breyta til um jólin eftir andlát mömmu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir fjölskylduna sína hafa viljað breyta til um jólin eftir andlát mömmu hennar. 27.12.2023 14:00
„Munum sitja hér þangað til við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gasa“ Hópur Palestínumanna á Íslandi sem vill sameinast fjölskyldum sínum sem enn eru á Gasa hefur reist tjöld á Austurvelli fyrir utan Alþingi. Í tilkynningu segjast þau ætla að vera þar þar til þau hafa sameinast ástvinum sínum. 27.12.2023 13:35
Kynþáttur hafi verið handtökunni óviðkomandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í engu kannast við þá atvikalýsingu sem komið hefur fram vegna handtöku karlmanns sem handtekinn á aðfangadagskvöld. Stöðvarstjóri segir ekkert óeðlilegt við handtöku mannsins og að kynþáttur hans sé málinu óviðkomandi. 27.12.2023 11:56
Grindvíkingar geta áfram verið í Grindavík Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara til Grindavíkur og dvelja heima hjá sér miðað við uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 27.12.2023 11:12
„Getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma“ Skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir sorphirðumenn í borginni ekki geta verið alls staðar á sama tíma. Vinnudagar séu lengdir í kringum hátíðir til að flýta sorphirðu. 27.12.2023 10:30
Fréttamyndbönd ársins 2023: Skitið á bíl, sprengingar og jarðskjálftar Árið 2023 var svo sannarlega viðburðarríkt og við hæfi að líta yfir nokkur af þeim myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum á árinu. Margt gekk á, náttúruhamfarir, sprengingar en líka allskonar skemmtilegar uppákomur. 24.12.2023 09:01