Vopnahlé á Gasa framlengt um tvo daga Vopnahlé á Gasa ströndinni hefur verið framlengt um tvo daga. Þetta tilkynna katörsk stjórnvöld sem hafa milligöngu um viðræður á milli Hamas liða og Ísrael. 27.11.2023 16:37
Mesta virknin áfram nærri Sýlingarfelli og Hagafelli Áfram er mesta jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga nærri Sýlingarfelli og Hagafelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 27.11.2023 16:07
Uppgötvaði holu fyrir utan heimilið: „Þetta bara hverfur hérna ofan í“ Þorleifur Hjalti Alfreðsson, íbúi í Grindavík og rafvirki, uppgötvaði risastóra holu undir garði heima hjá sér í dag þar sem krakkarnir hans leika sér allajafna í fótbolta. Hann kemur kústi ofan í holuna án þess að ná til botns. 27.11.2023 15:30
Umfjöllun um súludansstaði í Ríkisútvarpinu sýni að uppgjörs sé þörf Drífa Snædal, talskona Stígamóta, gagnrýnir umfjöllun skemmtiþáttanna Tjútt úr smiðju RÚV um íslenska nektardansstaði. Hún segir ljóst að Íslendingar þurfi uppgjör við fortíðina vegna staðanna þar sem mansal hafi viðgengist. 27.11.2023 13:40
Flúði á tveimur jafnfljótum eftir rán í Fætur toga Innbrotsþjófur braut rúðu í verslun Fætur toga á Höfðabakka í Reykjavík í nótt, og hafði með sér á brott peninga úr kassanum. Verslunareigandi segir málið hið leiðinlegasta enda um að ræða lítið fjölskyldufyrirtæki. Búðin er opin í dag eins og ekkert hafi í skorist. 27.11.2023 12:46
Kristín Soffía til RARIK RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. 27.11.2023 11:47
Skerða orku til fiskverkunar og gagnavera Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað. 27.11.2023 09:58
Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23.11.2023 22:30
Óttuðust að ný gervigreind gæti ógnað mannkyninu Starfsmenn bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI sem sérhæft hefur sig í gervigreind, eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af nýrri gervigreind sem fyrirtækið var að vinna að áður en Sam Altman, forstjóri þess var látinn fjúka. 23.11.2023 22:08
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23.11.2023 19:56