Hafa sent HÍ kröfu um endurgreiðslu aftur til 2014 Stúdentaráð Háskóla Íslands krefst þess að háskólinn endurgreiði skráningargjöld við skólann sem greidd hafi verið af öllum nemendum undanfarin ár. Skoða þurfi hve langt aftur krafan nái en hún nái nokkur ár aftur í tímann. Fulltrúi Vöku, í minnihluta í Stúdentaráði segist efast um að endurgreiðsla sé það besta fyrir stúdenta. 27.10.2023 12:03
Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. 27.10.2023 10:32
Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal sé til á Íslandi Yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir mikilvægt að stjórnvöld efni til átaks til að bregðast við lélegum árangri í baráttunni gegn mansali. Almenningur þurfi að vera meðvitaður um að mansal líðist á Íslandi. 26.10.2023 23:00
Björguðu yfir þúsund köttum frá slátrun Lögregla í Zhangjiagang borg í Kína hefur bjargað yfir þúsund köttum frá slátrun. Til stóð að selja kjötið af köttunum og dulbúa það sem svína-og kindakjöt. 26.10.2023 22:59
Fimm bíla árekstur og Holtavörðuheiði lokuð Holtavörðuheiði er lokuð en þar varð fimm bíla árekstur á níunda tímanum í kvöld. Lögregla vinnur nú við hreinsistörf á vettvangi og segir þau munu taka tíma vegna erfiðra aðstæðna á heiðinni. 26.10.2023 21:05
Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn Flugfélagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur 724 milljónum íslenskra króna á þariðja ársfjórðungi 2023. Í samanburði tapaði félagið 2,9 milljónum bandaríkjadala, 404 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri félagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem félagið skili hagnaði eftir skatt. 26.10.2023 20:51
Stúdentar boða til blaðamannafundar: Skrásetningagjald úrskurðað ólögmætt Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur boðað til blaðamannafundar á morgun vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema sem hefur gert skólanum að endurgreiða nemanda skrásetningagjald sem hann greiddi til skólans vegna skólaársins 2021 til 2022. 26.10.2023 18:32
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. 26.10.2023 18:00
Arion banki skilaði 6,1 milljarða hagnaði á þriðja ársfjórðungi Arion banki hagnaðist um 6.131 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi 2023, í samanburði við 5.008 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá bankanum. 26.10.2023 17:36
Lærir spænsku eftir fréttirnar af ólæknandi krabbameini móður sinnar Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir að veikindi móður sinnar hafi sett lífið í samhengi. Hún segist ekki missa svefn yfir skoðunum annarra á ástarlífi sínu og segist blása á þá gagnrýni að húmor sé flótti undan veruleika lífsins, hann sé frábær til þess að takast á við erfiðleika. 26.10.2023 07:01