Gátu loksins komið sér saman um þingforseta Þingflokkur Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni tókst í dag að koma sér saman um þingforseta eftir þrjár misheppnaðar tilraunir. Mike Johnson, þingmaður Louisiana ríkis, er nýr þingforseti. Hann er ötull stuðningsmaður fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Donald Trump. 25.10.2023 22:50
Segir ekkert eldgos að byrja en hrinan haldi áfram Jarðeðlisfræðingur segir að skjálftahrinan á Reykjanesi muni að öllum líkindum halda áfram. Hann segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé við það að hefjast. Hann segir ekkert nýtt að frétta í Bárðarbungu, þrátt fyrir stóran skjálfta sem mældist þar í gær. 25.10.2023 22:21
Skjálfti 3,6 að stærð á Reykjanesi Jarðskjálfti 3,6 að stærð mældist í kvöld klukkan 20:45 um 2,5 kílómetra norðvestur af Þorbirni á Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. 25.10.2023 21:31
Nýjar outlet fataverslanir opna í Holtagörðum Þrjár fataverslanir, NTC, S4S og Föt og skór, opna nýjar verslanir í Holtagörðum á morgun, svokallaðar „outlet“ verslanir. Verslanirnar eru alls um 4.500 fermetrar að stærð. 25.10.2023 20:05
Skjálfti 4,9 að stærð í Bárðarbungu Stór jarðskjálfti reið yfir norðurhluta Bárðarbungu klukkan 22:19 í kvöld. Að sögn Einars Hjörleifssonar, jarðfræðings hjá Veðurstofunni mældist hann 4,9 að stærð. 24.10.2023 23:04
Repúblikönum mistekst leiðtogavalið í þriðja sinn Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tekst ekki að velja þingforseta en Tom Emmer varð í dag þriðji Repúblikaninn á örskömmum tíma sem ekki fær nægilegan stuðning í atkvæðagreiðslum þingmanna. Flokkurinn fer með meirihluta í fulltrúadeildinni. 24.10.2023 22:42
Úti er ævintýri hjá Sveini Andra og Önnu Maríu Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson og læknirinn Anna María Hákonardóttir eru hætt saman eftir stutta sumarást þar sem þau fögnuðu meðal annars stórafmæli lögmannsins. 24.10.2023 22:07
„Tilefni fyrir alla valdhafa að hlusta“ Skipuleggjendur kvennaverkfallsins segja magnað að hafa fundið fyrir þeirri samstöðu sem hafi myndast á Arnarhóli og víðar í dag. Þær segja fjöldann sem mætti tilefni fyrir valdhafa til að hlusta. 24.10.2023 20:55
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Konur og kvár lögðu niður störf í dag og fjölmenntu á baráttufundi um land allt. Stærsti fundurinn var í miðbænum og talið er að allt að hundrað þúsund hafi komið saman á Arnarhóli. 24.10.2023 18:02
Kom til landsins fyrir rúmum sjö tímum og er enn í haldi Rúmensk kona sem lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag, hefur verið í haldi lögreglu inni í lokuðu herbergi á flugvellinum frá því að hún lenti fyrir rúmum sjö tímum síðan. Lögmaður hennar segir ljóst að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé um að ræða EES-borgara í atvinnuleit hérlendis. 23.10.2023 23:30