Depardieu segir mannorði sínu hafa verið rústað Gérard Depardieu hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um meint kynferðisofbeldi og áreitni. Hann fullyrðir að fjölmiðlar hafi rústað mannorði hans. 2.10.2023 15:58
Skoða mikið magn myndefnis vegna árásarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú yfir mikið magn myndefnis vegna árásarinnar á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur síðastliðið þriðjudagskvöld. Árásarmennirnir eru enn ófundnir. 2.10.2023 15:00
Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. 2.10.2023 14:01
Segist finna til með kokkinum í Kópavogi Khunying Porntip Rojanasunan, öldungardeildarþingmaður í Taílandi, segist ekki ætla að lögsækja Ara Alexander Guðjónsson, yfirkokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi á föstudag. 2.10.2023 13:11
Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. 2.10.2023 11:29
Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. 2.10.2023 11:25
Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd. 2.10.2023 10:02
Stjörnufans á NFL: Taylor Swift mætti á annan leik Hollywood stjörnur með Taylor Swift saman í broddi fylkingar mættu saman á leik bandarísku ruðningsliðanna Kansas City Chiefs og New York Jets þegar þau mættust á MetLife leikvanginum í New York í gær. 2.10.2023 08:31
Ekki lengur hægt að kaupa bensín á Litlu kaffistofunni Hætt hefur verið að selja bensín á Litlu kaffistofunni á Sandskeiði. Rúmlega 63 ára sögu bensínsölu þar er því lokið. 2.10.2023 08:13
Hreyfingin til bjargar eftir sáran sonarmissi Daníel Sæberg Hrólfsson segist reyna að gera sitt allra besta til þess að vera þakklátur fyrir litlu stundirnar í lífinu og lifa í núinu eftir að hafa misst fjögurra ára gamlan son sinn af slysförum fyrir tveimur árum. Hann sé gott dæmi um að hægt sé að lifa mjög góðu lífi þrátt fyrir slíka lífsreynslu. 1.10.2023 20:01