Orkuverinu í Svartsengi verði fjarstýrt til áramóta Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 16. nóvember 2023 13:27 Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi. Vísir Páll Kristinsson, rekstrarstjóri í orkuveri HS Orku í Svartsengi, segir að starfsmenn búist við því að þurfa að fjarstýra orkuverinu til áramóta hið minnsta. Reykjanesvirkjun geti framleitt rafmagn fari allt á versta veg en erfiðara verði með heitt og kalt vatn, þó unnið sé að lausnum. Eins og fram hefur komið varð rafmagnslaust í hálfri Grindavík í gærkvöldi. Unnið er að upbyggingu varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi. Starfsemin hefur farið fram bæði dag og nótt. Virkjunin varð mannlaus aðfaranótt föstudags „Við byrjuðum hérna rétt fyrir stóru jarðskjálftana á föstudaginn, þá færðum við alla starfsemi hingað út á Reykjanes,“ segir Páll en fréttastofa ræddi við hann í Reykjanesvirkjun. „Þannig að allir fóru að mæta hingað í staðinn fyrir Svartsengi og við færðum alla sýn á orkuverið hingað yfir, þannig að við fórum að stjórna virkjuninni héðan, þannig að virkjunin varð mannlaus á nóttinni svona nokkrum dögum fyrir stóra skjálftana.“ Hvernig hefur gengið að fjarstýra framleiðslunni héðan? „Það hefur gengið gríðarlega vel. Við höfum verið að fara reyndar á daginn og fengið leyfi til að fara í virkjunina og sinna minniháttar málum, einhverjum lekum og minniháttar eftir jarðskjálftana. En það hefur gengið ótrúlega vel.“ Hversu lengi getur þetta gengið svona? „Við höfum gert ráð fyrir því að þetta geti tekið alveg fram yfir áramót að vera í þessu ástandi. Með því að fá að fara þarna á hverjum degi og sinna þessu minniháttar veseni þá gengur það en á einhverjum tímapunkti þurfum við að fara að gera stærri viðgerðir og þess háttar. Þannig að maður veit ekki hversu lengi er hægt að hafa þetta svona.“ Geta framleitt rafmagn ef allt fer á versta veg Páll segir samstarf HS Orku og HS Veitna, sem sjái um innviði í Grindavík, hafa gengið vel. Það sé enda allra hagur. En hvernig kemur þetta rafmagnsleysi fram hjá ykkur? Sést þetta mikið á mælum og hversu mikið er þetta? „Já, við verðum alveg varir við það og sjáum að rafmagnsnotkun minnkar og svo eru náttúrulega einhver stærri fyrirtæki sem við sjáum að eru að kaupa rafmagn af okkur og er dreift af Veitum, þannig að það er hagur allra að reyna að koma rafmagni á sem fyrst og við reynum að vinna saman í því.“ Páll segir að Reykjanesvirkjun myndi til að byrja með geta framleitt rafmagn í stað orkuversins í Svartsengi færi allt á versta veg. „En heita vatnið og kalda vatnið kemur náttúrulega frá Svartsengi þannig að við myndum ekki geta sinnt því eins og er. En það er bara núna til skoðunar allskonar verkefni með heita vatnið og kalda vatnið, að reyna að finna einhverjar lausnir á því ef að þetta klikkar allt saman.“ Veistu hvar sú vinna er stödd? „Já, ég veit svo sem nokkuð um það en það er kannski ekki mitt að ræða það hér. En það eru margir að vinna í svoleiðis verkefnum eins og að koma upp heitavatnsframleiðslu á Fitjunum og ég veit að Veitur eru að vinna í kaldavatnshólum á Suðurnesjunum, þannig að það er allskonar vinna í gangi.“ Þá bendir Páll á að varðskipið Freyja sé statt við Grindavík. Einnig sé hægt að tengja bæinn við skipið sem myndi þá sjá bænum fyrir rafmagni. Mikið álag á starfsfólki Hvernig er að standa í svona hamförum, bæði hvað þig varðar og starfsfólkið? „Ja, eins og ég segi, það er búið að vera gríðarlegt álag, allavega um helgina þegar það var talið að það myndi fara að gjósa kannski á næstu mínútum eða klukkutíma. Það var mikið álag um helgina að finnast með, menn ósofnir og svona en ég veit ekki hvort menn hafi náð að hugsa almennilega út í það,“ segir Páll. „Við erum gríðarlega heppin með mannskap hérna, allir boðnir og búnir til þess að koma og aðstoða, líka um helgina, það voru margir sem hringdu inn og spurðu hvort það vantaði aðstoð, en við fengum bara ekki fleiri á svæðið og vildum náttúrulega ekki vera með mannskap í Svartsengi. Þannig að þetta hefur bara verið erfitt, maður er kannski ekki búinn að melta þetta almennilega, þetta ástand. Maður finnur bara til með Grindvíkingum, maður þekkir marga þar og rosalegt ástand þar náttúrulega.“ Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Eins og fram hefur komið varð rafmagnslaust í hálfri Grindavík í gærkvöldi. Unnið er að upbyggingu varnargarða í kringum orkuverið í Svartsengi. Starfsemin hefur farið fram bæði dag og nótt. Virkjunin varð mannlaus aðfaranótt föstudags „Við byrjuðum hérna rétt fyrir stóru jarðskjálftana á föstudaginn, þá færðum við alla starfsemi hingað út á Reykjanes,“ segir Páll en fréttastofa ræddi við hann í Reykjanesvirkjun. „Þannig að allir fóru að mæta hingað í staðinn fyrir Svartsengi og við færðum alla sýn á orkuverið hingað yfir, þannig að við fórum að stjórna virkjuninni héðan, þannig að virkjunin varð mannlaus á nóttinni svona nokkrum dögum fyrir stóra skjálftana.“ Hvernig hefur gengið að fjarstýra framleiðslunni héðan? „Það hefur gengið gríðarlega vel. Við höfum verið að fara reyndar á daginn og fengið leyfi til að fara í virkjunina og sinna minniháttar málum, einhverjum lekum og minniháttar eftir jarðskjálftana. En það hefur gengið ótrúlega vel.“ Hversu lengi getur þetta gengið svona? „Við höfum gert ráð fyrir því að þetta geti tekið alveg fram yfir áramót að vera í þessu ástandi. Með því að fá að fara þarna á hverjum degi og sinna þessu minniháttar veseni þá gengur það en á einhverjum tímapunkti þurfum við að fara að gera stærri viðgerðir og þess háttar. Þannig að maður veit ekki hversu lengi er hægt að hafa þetta svona.“ Geta framleitt rafmagn ef allt fer á versta veg Páll segir samstarf HS Orku og HS Veitna, sem sjái um innviði í Grindavík, hafa gengið vel. Það sé enda allra hagur. En hvernig kemur þetta rafmagnsleysi fram hjá ykkur? Sést þetta mikið á mælum og hversu mikið er þetta? „Já, við verðum alveg varir við það og sjáum að rafmagnsnotkun minnkar og svo eru náttúrulega einhver stærri fyrirtæki sem við sjáum að eru að kaupa rafmagn af okkur og er dreift af Veitum, þannig að það er hagur allra að reyna að koma rafmagni á sem fyrst og við reynum að vinna saman í því.“ Páll segir að Reykjanesvirkjun myndi til að byrja með geta framleitt rafmagn í stað orkuversins í Svartsengi færi allt á versta veg. „En heita vatnið og kalda vatnið kemur náttúrulega frá Svartsengi þannig að við myndum ekki geta sinnt því eins og er. En það er bara núna til skoðunar allskonar verkefni með heita vatnið og kalda vatnið, að reyna að finna einhverjar lausnir á því ef að þetta klikkar allt saman.“ Veistu hvar sú vinna er stödd? „Já, ég veit svo sem nokkuð um það en það er kannski ekki mitt að ræða það hér. En það eru margir að vinna í svoleiðis verkefnum eins og að koma upp heitavatnsframleiðslu á Fitjunum og ég veit að Veitur eru að vinna í kaldavatnshólum á Suðurnesjunum, þannig að það er allskonar vinna í gangi.“ Þá bendir Páll á að varðskipið Freyja sé statt við Grindavík. Einnig sé hægt að tengja bæinn við skipið sem myndi þá sjá bænum fyrir rafmagni. Mikið álag á starfsfólki Hvernig er að standa í svona hamförum, bæði hvað þig varðar og starfsfólkið? „Ja, eins og ég segi, það er búið að vera gríðarlegt álag, allavega um helgina þegar það var talið að það myndi fara að gjósa kannski á næstu mínútum eða klukkutíma. Það var mikið álag um helgina að finnast með, menn ósofnir og svona en ég veit ekki hvort menn hafi náð að hugsa almennilega út í það,“ segir Páll. „Við erum gríðarlega heppin með mannskap hérna, allir boðnir og búnir til þess að koma og aðstoða, líka um helgina, það voru margir sem hringdu inn og spurðu hvort það vantaði aðstoð, en við fengum bara ekki fleiri á svæðið og vildum náttúrulega ekki vera með mannskap í Svartsengi. Þannig að þetta hefur bara verið erfitt, maður er kannski ekki búinn að melta þetta almennilega, þetta ástand. Maður finnur bara til með Grindvíkingum, maður þekkir marga þar og rosalegt ástand þar náttúrulega.“
Grindavík Orkumál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira