Fabrikkunni á Höfðatorgi lokað í dag Rekstraraðilar Hamborgarafabrikkunnar hafa ákveðið að loka veitingastað sínum á Höfðatorgi í dag og grípa til sóttvarnarráðstafana vegna mögulegrar nóróveirusýkingar á staðnum. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri Fabrikkunnar í samtali við Vísi. 14.7.2023 11:23
Svipað hraunrennsli nú og þegar fyrsta gosið náði hámarki Niðurstöður mælinga sem Landmælingar Íslands unnu úr myndum Pleiades gervitunglsins af eldgosinu við Litla-Hrút sýna að meðalhraunrennsli síðustu þrjá daga hefur verið um 13 m3/s, sem er svipað og mest var í gosinu fyrir tveimur árum. 14.7.2023 09:53
„Við vonumst eftir því að fá rigningu“ Slökkvilið Grindavíkur var við slökkvistörf á gossvæðinu til að verða tvö í nótt. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins lánaði vatnstank til verksins og Brunavarnir Suðurnesja hafa séð um sjúkraflutningavakt á svæðinu. 14.7.2023 08:36
Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. 14.7.2023 08:01
Fabrikkan í Kringlunni opin á ný Hamborgarafabrikkan í Kringlunni opnaði aftur í gær eftir að hafa lokað um stund eftir að hátt í hundrað tilkynningar bárust heilbrigðiseftirliti vegna mögulegrar nóróveirusmita. Framkvæmdastjóri segir sólahringsvinnu hafa falist í því að sótthreinsa staðinn og henda matvælum. Heilbrigðiseftirlitið segir rannsókn á uppruna veikindanna enn standa yfir. 14.7.2023 07:22
Segir bílaplanið sprungið og tekur upp gjald Tekin verður upp gjaldskylda fyrir bílastæði í Reynisfjöru í næstu viku. Gestir á fólksbílum munu þurfa að greiða þúsund krónur fyrir að leggja á neðra bílastæðið við fjöruna en 750 krónur í það efra. 14.7.2023 06:45
„Lögreglan gerir ekkert til þess að framfylgja þessu“ Formaður Reiðhjólabænda, furðar sig á tvískinnungi lögreglu þegar kemur að rannsókn á umferðarbrotum þegar um bíla er að ræða annars vegar og hjól hins vegar. Sjálfsagt sé að nota myndefni þegar ofsaakstur vöruflutningabílstjóra á Vesturlandi sé rannsakaður en ekki þegar um brot gegn hjólreiðafólki sé að ræða. 14.7.2023 06:45
Víða rigning en ekki eins mikil á suðvesturhorninu Í dag verður stíf norðanátt vestanlands og hvassir vindstrengir við fjöll á meðan vindur verður hægari annars staðar. Víða verður rigning, einkum á norðaustanverðu landinu en úrkomulítið suðvestantil. 14.7.2023 06:35
Vísindamenn nýttu nóttina vel við gosið Virkni eldgossins við Litla-Hrút er stöðug og hefur ekki breyst í nótt. Vísindamenn voru að störfum inn í nóttina að bæta mælitækjum við á svæðið en gönguleiðin að gossvæði var lokað í gær. 14.7.2023 06:25
Love Island stjarna rýfur þögnina um hvíta duftið Davide Sanclimenti, samfélagsmiðlastjarna sem gerði garðinn frægan í Love Island, hefur rofið þögnina eftir að myndband birtist af honum á samfélagsmiðlum þar sem hann virtist neyta eiturlyfja á skemmtistað á Ibiza. 13.7.2023 10:34
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent