Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefnir í verk­fall Hollywood leikara

Verka­lýðs­fé­lag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verk­falls­að­gerða eftir að samnings­frestur rann út á mið­nætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og hand­rits­höfundar í Hollywood verða í verk­falli á sama tíma í sex­tíu ár.

Vissi ekki af á­hyggjum Lyfja­­stofnunar af megrunar­lyfi

Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir.

Loka Fabrikkunni til að komast að því hvers vegna fólk veiktist

Ham­borgara­fabrikkan kannar hvers vegna veitinga­húsa­gestir í Kringlunni urðu veikir eftir að hafa snætt á veitinga­staðnum um helgina. Fram­kvæmda­stjórinn segir allar slíkar á­bendingar teknar al­var­lega. Staðnum hefur verið lokað í dag á meðan unnið er að sótt­hreinsun og sósur sendar í greiningu. Ekki sé rétt að lirfa hafi fundist í ham­borgara staðarins.

Hnífa­maður gengur enn laus

Maður sem stakk annan mann á Lauga­vegi í mið­borg Reykja­víkur í byrjun síðustu viku er enn ó­fundinn. Lög­regla segir það ó­venju­legt en vill ekki gefa upp nánari upp­lýsingar um hvernig leitinni að manninum miðar. Þá er rann­sókn lög­reglu á mann­drápi á skemmti­staðnum Lúx langt komin.

„Endaði þannig að Davíð Odds­son borgaði bara skipið“

Her­mann Guð­munds­son, for­stjóri Kemi og fyrr­verandi for­stjóri N1, segist aldrei hafa litið Norð­menn sömu augum eftir að Ís­land varð næstum því olíu­laust í nokkrar vikur skömmu eftir banka­hrun á Ís­landi árið 2008 þegar norska olíu­fyrir­tækið Statoil neitaði N1 um 60 daga greiðslu­frest.

Ó­­þefur í Ólafs­­firði „há­­tíð“ miðað við það sem áður var

Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði.

Ís­lensk vega­bréf Bobby Fischer fundust fyrir til­viljun

Stefán Haukur Jóhanns­son, sendi­herra Ís­lands í Japan, af­henti Fischer­setrinu á Sel­fossi tvö ís­lensk vega­bréf skák­snillingsins Bobby Fischer sem gefin voru út árið 2005 þegar hann fékk ríkis­borgara­rétt hér á landi. Vega­bréfin voru týnd en fundust fyrir til­viljun, eitt í sendi­ráðinu í Japan og annað á skrif­stofu utan­ríkis­ráðu­neytisins.

Sjá meira