Landlæknir sektaður vegna öryggisbrests í Heilsuveru Embætti landlæknis harmar að alvarlegur öryggisveikleiki hafi verið til staðar í afmörkuðum hluta mæðraverndar og samskiptahluta á Mínum síðum á vefsvæðinu Heilsuvera.is. Embættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem staðhæfingum Persónuverndar um að embættið hafi gefið misvísandi og villandi upplýsingar við meðferð málsins er hafnað. Embættið er sektað um tólf milljónir króna vegna málsins. 3.7.2023 10:13
Framkvæmdum í Seljahverfi verði lokið um mitt næsta ár Grjóthaugur í Seljahverfi ætti að minnka á næstu vikum. Verktaki hefur lagt inn umsókn um flýtimeðferð hjá byggingarfulltrúa til þess að geta hafið jarðvegsskipti sem fyrst. Þá verður íbúum boðinn gluggaþvottur að verki loknu en búist er við að framkvæmdum ljúki um mitt næsta ár. 2.7.2023 11:18
Frásagnir af dauða grasrótarinnar stórlega ýktar Þingflokksformaður Pírata segir fregnir af dauða grasrótar flokksins stórlega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á umræðu- og kosningavef flokksins undanfarin tvö ár. Þingflokksformaðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heimsfaraldur. Flokkurinn er sem stendur húsnæðislaus. 1.7.2023 23:29
Þakklát forseta Íslands fyrir bréf eftir andlát dóttur sinnar Valda Anastasia Kolesnikova, móðir Sofiu Sarmite Kolesnikova sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 27. apríl síðastliðinn, segist vera gríðarlega þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið eftir andlát dóttur sinnar. Hún þakkar Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sérstaklega fyrir handskrifað bréf sem hann skrifaði henni. 30.6.2023 11:34
Borist ábendingar um tugmilljóna króna svik vegna innflutnings á húsum Neytendasamtökunum hefur borist ábending um að tugir milljóna hafi verið sviknar út úr sextán manns af íslenskum aðila sem gefur sig út fyrir að flytja inn og selja hús frá Austur-Evrópu. Formaður Neytendasamtakanna segir samtökin hafi fengið ábendingu um málið en geti lítið gert í slíkum málum annað en að vísa þeim til lögreglu. 30.6.2023 10:30
„Það er ekkert grín fyrir hundana að fá þetta“ Hundaeigandi sem missti einn hund sinn sem veiktist af svokölluðum hótelhósta og á tvo hunda til viðbótar sem eru veikir vill vara hundaeigendur við að fara með dýr sín á fjölfarin hundasvæði á meðan pestin gengur yfir. Hann segist hafa átt hunda í mörg ár en aldrei lent í slíkum veikindum líkt og nú. 30.6.2023 06:46
Laus úr gæsluvarðhaldi Karlmaður sem handtekinn var vegna líkamsárásar og andláts manns á skemmtistaðnum Lúx í miðborg Reykjavíkur síðustu helgi er laus úr gæsluvarðhaldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 29.6.2023 16:49
Erling lætur af störfum hjá Ljósleiðaranum Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Ljósleiðarans hefur óskað eftir því við stjórn Ljósleiðarans að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu. 29.6.2023 16:29
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. 29.6.2023 16:14
Maðurinn muni ekki koma nálægt reiðskólanum framar Þroskaskertur maður, sem er sagður hafa brotið kynferðislega á níu ára stúlku með fötlun í sumarbúðunum í Reykjadal í fyrrasumar, mun ekki koma nálægt starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur lengur. Hann var aldrei starfsmaður skólans en aðstoðaði við umhirðu hrossa eftir hádegi og segir skólinn hann aldrei hafa verið einan með nemendum. 29.6.2023 13:01
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent