Hilmir Snær og Benedikt Erlings endurgerðu frægan Fóstbræðraskets Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson endurgerðu einn frægasta Fóstbræðra skets frá upphafi, skets sem löngum hefur verið kenndur við að „slaka.“ 30.5.2023 10:42
„Vúlgar galvaníserað járnbákn“ reist yfir skógarstíg í Breiðholti Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum. 30.5.2023 09:44
Eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna Íslenska frumkvöðlafyrirtækið Loki Foods vann til verðlauna í flokki nýliða í vikunni á Nordic Statups Award, verðlaunahátíð sem fram fór í Grósku. Fyrirtækið var eina íslenska fyrirtækið sem vann til verðlauna. 26.5.2023 16:51
Embætti forstjóra Heilsugæslunnar laust til umsóknar Embætti forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið auglýst laust til umsóknar af heilbrigðisráðuneytinu. 26.5.2023 15:03
Loreen á Íslandi Sænska Eurovision ofurstjarnan Loreen er á Íslandi. Hún er hér á landi vegna samstarfs síns við íslenska tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. 26.5.2023 13:56
Mátti ekki banna börn í Meradölum Lögreglustjóranum á Suðurnesjum var ekki heimilt að banna för barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum í ágúst 2022 í ljósi þess tíma sem leið frá því tilkynnt var um þau opinberlega og þar til þau voru látin niður falla, þar sem ekki hafði verið tekið til skoðunar hvort aðrar lagaheimildir gætu helgað slíkt bann til lengri tíma. 26.5.2023 12:17
Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar. 26.5.2023 11:32
Segja vinnubrögð Sorpu í Kópavogi verulega ámælisverð Bæjarstjórnarmeirihluti Kópavogsbæjar telur vinnubrögð Sorpu og starfshóps á vegum hennar sem falið var staðarval fyrir nýja endurvinnslustöð, ámælisverð. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. 26.5.2023 10:29
Verðbólga niður í 9,5 prósent Verðbólgan mældist 9,5 prósent í maí og fór niður um 0,4 prósentustig frá því í apríl þegar hún var 9,9 prósent. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni. 26.5.2023 09:42
Draumur um trekant varð að martröð með vændiskonum Maður óskaði eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa farið heim með tveimur konum eftir næturlífið. 25.5.2023 16:53