Utanríkisráðherra ósammála formanni utanríkismálanefndar um EFTA Guðlaugur Þór Þórðarson, sagðist í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vera ósammála ummælum Jónu Sólveigar Elínardóttur um að aðild Íslands að EFTA dugi ekki lengur til að tryggja hagsmuni Íslands. 6.3.2017 20:06
Heilbrigðisráðherra vill ekki gefa upp um afstöðu sína til áfengisfrumvarpsins Óttar Proppé, heilbrigðisráðherra, vill ekki gefa upp um afstöðu sína til áfengisfrumvarpsins, sem hann segir að sé mikilvægt að fái þinglega meðferð. 6.3.2017 17:49
Stuðningsmönnum og andstæðingum Trump laust saman: Börðu á hvor öðrum með prikum Stuðningsmenn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, héldu stuðningsgöngur víðsvegar um Bandaríkin í dag og í einni borg laust þeim saman við mótmælendur og beittu hóparnir hvorn annan ofbeldi. 5.3.2017 23:30
Trump bálreiður og vonsvikinn vegna Sessions málsins Donald Trump, er talinn hafa látið starfsfólk Hvíta hússins heyra það á föstudaginn var, vegna máls dómsmálaráðherrans Jeff Sessions, sem hitti sendiherra Rússlands tvisvar og laug að nefnd þingsins um að hann hefði aldrei átt í samskiptum við Rússa. 5.3.2017 22:58
Bretar munu bíta frá sér verði þeim boðinn slæmur Brexit samningur Philip Hammond, fjármálaráðherra Bretlands, segir að forsvarsmenn Evrópusambandsins verði að gera sér grein fyrir því að Bretar muni ekki gefast upp, geri sambandið ekki fríverslunarsamning við landið. 5.3.2017 21:56
Kynferðisafbrotafaraldur skekur breska háskóla Hundruði nemenda í breskum háskólum hafa tilkynnt að starfsfólk hafi kynferðislega áreitt sig og bendir margt til þess að enn fleiri hafi lent í slíkum atvikum án þess að tilkynna það. 5.3.2017 20:30
Sókn írakskra öryggissveita miðar vel áfram í Mosúl Harðir bardagar geysa í Mosúl í Írak um þessar mundir á milli írakskra öryggissveita og hryðjuverkamanna Ríkis Íslam, en að sögn upplýsinga miðar sókn öryggissveita vel. 5.3.2017 19:44
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5.3.2017 18:53
Gagnrýna boðaðan niðurskurð í samgöngumálum á Vestfjörðum Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum gagnrýna harðlega boðaðn niðurskurð ríkisstjórnarinnar á samgönguáætlun og segja hann koma langverst niður á Vestfjörðum. 5.3.2017 17:51
Fillon hvetur stuðningsmenn sína til að gefast ekki upp Francois Fillon, hélt ræðu á fjöldasamkomu í París í dag, þar sem þúsundir mættu til að sýna honum stuðning. 5.3.2017 17:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent