Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Bíl var ekið aftan á annan bilaðan sem stóð í vegkanti á Jökuldalsheiði í gær. Lögreglu var tilkynnt um óhappið skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi og segir hún í tilkynningu að þungbúið hafi verið á vettvangi og skuggsýnt. 6.10.2025 09:45
Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. 5.10.2025 14:00
Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega. 3.10.2025 15:06
Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. 3.10.2025 12:50
Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Vilhjálmur Bretaprins segist ætla að breyta breska konungsveldinu þegar hann verður konungur. Þetta kemur fram í viðtali sem hann veitti kanadíska leikaranum Eugene Levy í Windsor-kastala fyrir sjónvarpsþáttaröðina The Reluctant Traveller sem er úr smiðju Apple TV+-streymisveitunnar. 3.10.2025 10:06
Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskiptagreining Landsvirkjunar stendur fyrir opnum fundi í Grósku í dag, föstudag, klukkan níu. Fundurinn ber yfirskriftina Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi í fréttinni. 3.10.2025 08:31
Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Rík leiðbeiningarskylda hvílir á Útlendingastofnun og er henni sinnt gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Lögmaður segir alveg ljóst að starfsmenn Útlendingastofnunar gæti ekki hagsmuna umsækjenda umfram þess sem krafist sé af þeim, honum hafi verið bent á að skjólstæðingur hans gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela. 3.10.2025 07:03
Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Níu af hverjum tíu ríkisstofnunum greiða starfsfólki svokallaða fasta yfirvinnu, það er laun fyrir ótímamælda yfirvinnu. Þá er slíkt fyrirkomulag algengast hjá ráðuneytum og stjórnsýslustofnunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs sem telur tímabært að taka á fyrirkomulaginu og greiða einungis fyrir tímamælda yfirvinnu. 3.10.2025 06:02
Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Lögreglan í Manchester borg á Bretlandi hefur skilgreint mannskæða árás í bænahúsi gyðinga þar í borg sem hryðjuverk. Þá hafa tveir verið handteknir vegna málsins. Um var að ræða hnífaárás. 2.10.2025 14:41
Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Tvær hraðamyndavélar verða teknar í notkun á Þingvallavegi austan þjónustumiðstöðvar á morgun, þann 3. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem segir að markmiðið sé að auka umferðaröryggi. 2.10.2025 13:47