Bíll valt eftir harkalegan árekstur á Hringbraut Nokkuð harkalegur árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu fyrr í kvöld. Báðir bílar urðu fyrir miklu tjóni en engin alvarleg meiðsl urðu á fólki. 19.4.2023 23:25
Rútan enn í ánni Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð. 19.4.2023 22:35
Þríburar Ástrósar og Margrétar komnir í heiminn Þær Ástrós Pétursdóttir og Margrét Finney Jónsdóttir eignuðust þríbura þann 12. apríl síðastliðinn. Þríburarnir eru afrakstur einkar vel heppnaðrar tæknifrjóvgunar. 19.4.2023 21:53
Macron staðfestir komu á leiðtogafundinn í Reykjavík Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur boðað komu sína á leiðtogafundinn sem haldinn verður í Hörpu í næsta mánuði. 19.4.2023 21:36
Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. 19.4.2023 20:12
Pétur Gautur er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2023 Pétur Gautur Svavarsson myndlistarmaður er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2023. Pétur Gautur hefur unnið af krafti að list sinni síðan hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Portinu í Hafnarfirði árið 1993. Hefð hefur skapast fyrir því að halda síðasta vetrardag hátíðlegan í Hafnarfirði með vali á bæjarlistamanni ársins. 19.4.2023 19:21
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum og engar aðrar lausnir eru í sjónmáli, að sögn forstjóra Umhverfisstofnunar. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. Urðun riðufjár í Miðfirði hefur orðið að miklu hitamáli meðal sveitunga. 19.4.2023 18:23
Sex fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á Sex voru fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á við skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag. Alls voru fimmtán manns í rútunni, þrettán farþegar ásamt bílstjóra og leiðsögumanns. 19.4.2023 17:24
„Harla ólíklegt að við verðum ekki komin á markað í ár“ „Ég var aðallega hissa, meira en neitt annað,“ segir Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech, um viðbrögð sín við ákvörðun Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA), um að veita líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við gigtarlyfið Humira ekki markaðsleyfi í Bandaríkjunum. 18.4.2023 23:41
Skipið virðist hafa siglt óhefðbundna leið Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best. 18.4.2023 22:27