Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Hamas beri ábyrgð á eldflaugaárásunum í Líbanon

Ísraelsher sakar Hamas-samtökin um að standa að baki eldflaugaárás sem gerð var í suður Líbanon í dag á landsvæði í norður Ísrael. Loftvarnir hafi skotið niður flestar þeirra 34 flauga sem skotið var. 

Heildartjónið nemur 150 milljónum króna

Náttúruhamfaratrygging Íslands metur tjónið af völdum snjóflóðsins sem féll í Neskaupstað á 150 milljónir króna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir aðallega um að ræða tjón á gólfefnum og timburverki. Bifreiðar eru almennt undanþegnar tryggingunni. 

Ómari gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir

Lögmanninum Ómari R. Valdimarssyni hefur verið gert að endurgreiða slasaðri konu 1,8 milljónir króna vegna lögmannsþóknunar sem talin var margfalt hærri en almennt gerist. Alls fékk konan 9,6 milljónir greiddar frá tryggingafélagi og fékk Ómar greidda 3,1 milljón af þeirri upphæð. 

Þungir dómar í ljósi þess að mennirnir voru ekki höfuðpaurar

Þungir dómar féllu í stóra kókaínmálinu svokallaða í héraðsdómi í dag. Afbrotafræðingur segir dómana þunga í ljósi þess að hinir sakfelldu hafi ekki verið höfuðpaurar. Huga verði að eftirspurnarhliðinni þar sem ljóst sé að refsistefnan sé ekki að bera tilætlaðan árangur. 

Fermingarferðin og 10 miða klippikort í uppnámi

Tilkynning flugfélagsins Niceair um að hlé yrði gert á starfsemi er mikið áfall fyrir Norðlendinga. Sigurbjörn Árni Arnbjörnsson, skólameistari á Laugum og íþróttalýsandi, átti bókaða fermingarferð fyrir soninn og í framhaldinu ferð til Póllands á skólaráðstefnu sem nú er í uppnámi. 

Lögreglan á Vesturlandi komin á Teslu

Lögreglan á Vesturlandi hefur fest kaup á tveimur Teslu-bifreiðum sem notaðar verða við almenna löggæslu framvegis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir bifreiðakaupin hluta af kolefnisjöfnun embættisins. 

Sjá meira