Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér

Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann.

Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar

Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar.

Bærinn ljótur að sjá eftir gríðarlegan sandstorm

Bær á Meðallandi í Skaftárhreppi lítur illa út eftir mikinn sandstorm sem reið þar yfir í gær. Tún eru þakin djúpum sandi og húsin ljót að sjá. Bóndinn á bænum hefur gengið á eftir því að fá að græða lúpínu til að hefta fokið en ekki fengið fræ frá Landgræðslunni afhent. 

„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“

Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra.

Diljá númer sjö í Eurovision

Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við yfir vaxtastökk Seðlabankans í dag og ástæður bankans fyrir þessari tólftu vaxtahækkun sinni. Seðlabankastjóri segir hættu á kreppu fái mikil verðbólga að grassera í langan tíma og þá verði erfiðara að vinda ofan af henni.

Sjá meira