Kjarval treysti ekki Reykjavíkurborg og mætti með eigin skóflu Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti myndlistamaður landsins, treysti ekki borgaryfirvöldum þegar framkvæmdir að Kjarvalsstöðum hófust og mætti með sína eigin skóflu að heiman til verksins. 25.3.2023 14:38
Fluttur með þyrlu gæslunnar eftir alvarlegt fjórhjólaslys Alvarlegt fjórhjólaslys varð við Hlöðuvallaveg undir Langjökli í morgun. Einn var fluttur slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25.3.2023 13:38
Afsaka sig á Twitter á meðan aðrir velta sannleikanum fyrir sér Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar þess efnis að Edda hafi logið til um störf sín í Danmörku þar sem hún kveðst hafa orðið fyrir áreiti, hefur kallað fram misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda segist sjálf ætla senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fái hana á heilann. 25.3.2023 13:03
Boris segir samkomurnar hafa verið nauðsynlegar Boris Johnson svaraði fyrir „Partygate“ málið svokallaða fyrir þingnefnd í dag. Þar sagði hann að allar samkomur sem haldnar voru á Downingstræti 10, á meðan samkomutakmarkanir voru í gildi, hafi verið nauðsynlegar. 23.3.2023 00:15
Skemmdir á bílskúr eftir heitavatnsleka á Grandavegi Nokkrar skemmdir urðu á bílskúr vegna heitavatnsleka sem varð á Grandavegi í kvöld. 22.3.2023 23:50
Sérsveitin kölluð til vegna slagsmála í Bankastræti Mikill viðbúnaður er við Bankastræti í Reykjavík í kjölfar þess að slagsmál brutust þar út fyrr í kvöld. Sérsveitin var kölluð til ásamt lögreglu og sjúkrabíl. 22.3.2023 23:43
Bærinn ljótur að sjá eftir gríðarlegan sandstorm Bær á Meðallandi í Skaftárhreppi lítur illa út eftir mikinn sandstorm sem reið þar yfir í gær. Tún eru þakin djúpum sandi og húsin ljót að sjá. Bóndinn á bænum hefur gengið á eftir því að fá að græða lúpínu til að hefta fokið en ekki fengið fræ frá Landgræðslunni afhent. 22.3.2023 23:07
„Eiga börnin bara að fá pláss einhvers staðar hjá einhverjum?“ Hópur leikskólakennara í Reykjavík birti í dag grein á Vísi sem vakið hefur mikla athygli. Þar gagnrýna kennarar og starfsfólk leikskóla borgaryfirvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. Leysa verði vandann inni á leikskólunum áður en leikskólavandinn sjálfur verður leystur. Kennararnir segja umræðu um leikskóla einungis fara fram á forsendum atvinnulífs og foreldra. 22.3.2023 21:24
Diljá númer sjö í Eurovision Diljá Pétursdóttir verður sú sjöunda sem stígur á svið á síðara undankvöldi Eurovision söngvakeppninnar, sem haldin verður í Liverpool á Bretlandi í ár. 22.3.2023 19:14
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum förum við yfir vaxtastökk Seðlabankans í dag og ástæður bankans fyrir þessari tólftu vaxtahækkun sinni. Seðlabankastjóri segir hættu á kreppu fái mikil verðbólga að grassera í langan tíma og þá verði erfiðara að vinda ofan af henni. 22.3.2023 18:15