Hætt að afhenda lögreglu vottorð hælisleitenda í bili Óvissa er uppi um hvort Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu megi afhenda lögreglu bólusetningarvottorð einstaklinga eins og stofnunin gerði í tilfelli tveggja Palestínumanna sem voru sendir úr landi í síðustu viku. Heilsugæslan hefur ákveðið að verða ekki við fleiri slíkum beiðnum lögreglunnar fyrr en skorið verður úr um þetta atriði. 15.7.2021 06:00
Segir framferði Ingó sérkennilegt og að blaðið standi við fréttina Ritstjóri Fréttablaðsins segir framferði Ingólfs Þórarinssonar, sem hefur krafið blaðamenn um miskabætur og afsökunarbeiðni vegna ummæla um hann, sérkennilegt. Blaðið standi við fréttina. 14.7.2021 18:08
Ósáttir nágrannar leiddu til hópuppsagnar á hálfu starfsliði Rekstur fyrirtækisins Vöku er í hálfgerðu uppnámi og hefur meira en helmingi starfsfólks þess verið sagt upp eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála lét Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur draga starfsleyfi þess við Héðinsgötu 2 til baka. Þó nefndin setji sig aðallega upp á móti því að Vaka taki við bílhræjum á svæðinu hefur öll þjónusta fyrirtækisins í húsnæðinu verið stöðvuð. 14.7.2021 09:00
Fimmfalt fleiri smitast eftir afnám takmarkana Tæplega 52 þúsund manns greindust með Covid-19 í Hollandi í síðustu viku. Það er aukning um 500 prósent frá því sem var í vikunni þar á undan, samkvæmt frétt Sky News. 14.7.2021 08:43
Hópsmit um borð í flugmóðurskipi drottningar Um hundrað hermenn á breska flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth, sem er nefnt í höfuðið á Elísabetu Englandsdrottningu, hafa greinst með Covid-19. Hermennirnir eru allir fullbólusettir og mun skipið halda áfram leiðangri sínum. 14.7.2021 08:09
Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13.7.2021 14:42
Helmingur íbúa Evrópusambandsins fullbólusettur Meira en helmingur allra fullorðinna einstaklinga í Evrópusambandinu er nú fullbólusettur. Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á Twitter-reikningi sínum í morgun. 13.7.2021 08:53
Herða takmarkanir í Frakklandi en bara fyrir óbólusetta Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur kynnt hertar aðgerðir í landinu til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins. Þær munu einungis ná til þeirra sem ekki eru bólusettir. Hann ætlar einnig að skylda alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu til að fara í bólusetningu. 13.7.2021 08:30
Græðgi ráði för hjá þeim sem vilja gefa þriðja skammtinn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) er ekki hrifin af áherslum lyfjaframleiðandans Pfizer á að fá leyfi fyrir því að gefa þriðja skammt bóluefnis síns gegn Covid-19. Yfirmaður stofnunarinnar segir að það sé græðgi bóluefnaframleiðenda að kenna hve mikil mismunun hefur orðið í dreifingu bóluefnaskammta. 13.7.2021 07:43
Afbókaður víðast hvar og tekjutapið er verulegt Búið er að afbóka Ingólf Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna sem lýsa kynferðislegu ofbeldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að aflýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekjutapi síðustu vikurnar. 12.7.2021 13:38