Reyna að bjarga manni úr sjálfheldu við Hengifoss Maður lenti í sjálfheldu við Hengifoss í dag og eru björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni á Egilsstöðum á leið að svæðinu. 9.7.2021 16:25
Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einkaþotunni sem lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. Rapparinn vinsæli ferðast iðulega um á þotunni en hún er merkt með íþróttavörumerkinu Puma, sem Jay-Z á í samstarfi við auk þess sem skráningarnúmer hennar vísar beint í rapparann. 9.7.2021 15:04
Leita manns sem vann fjórfaldan lottópott Maðurinn sem vann fjórfaldan óskiptan lottópott þann 12. júní síðastliðinn er enn ófundinn. Vinningurinn hljómar upp á 54,5 milljónir króna. 9.7.2021 13:28
Verð á hlutabréfum Play rauk upp í morgun Hlutabréfaverð flugfélagsins Play hefur hækkað mikið í fyrstu viðskiptum eftir að félagið var skráð í Kauphöllina í morgun. Þegar best lét í morgun höfðu bréfin hækkað um 41 prósent í verði, miðað við útboðsgengið 18, sem var gengi almennra fjárfesta. 9.7.2021 11:19
Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. 9.7.2021 09:54
Tækniskólinn í Hafnarfjörð Framtíðarlausn á húsnæðisvanda Tækniskólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sammælst um hana. Hún er í formi nýs húsnæðis við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. 8.7.2021 15:29
Sjáðu fyrsta brotið úr væntanlegri seríu Succession Margir hafa beðið í ofvæni eftir seríu þrjú af þáttunum Succession sem framleiddir eru af HBO. Hún kemur út í haust en nákvæmar dagsetningar á frumsýningu þáttanna hafa enn ekki verið tilkynntar. 8.7.2021 14:46
Fluttur á bráðadeild með áverka eftir handtökuna Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók í húsnæði Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á bráðadeild Landspítala með áverka eftir handtökuna, meðal annars á höfði. Hann fullyrðir sjálfur að hann hafi margoft verið sprautaður niður án samþykkis. 8.7.2021 13:00
Glódís og Steinþór giftu sig á á Flateyri Margverðlaunaða fimleikakonan Glódís Guðgeirsdóttir og athafna- og veitingamaðurinn Steinþór Helgi Arnsteinsson giftu sig á veitingastaðnum Vagninum á Flateyri í gær. 7.7.2021 16:38
Kampavín verður að ómerkilegu freyðivíni í Rússlandi Franskir freyðivínsframleiðendur úr héraðinu Champagne eru æfir eftir að ný löggjöf var innleidd í Rússlandi, sem má kalla ákveðna tímamótalöggjöf í vínheiminum. Þar er kveðið á um að rússneska freyðivínið Shampanskoye (sem er rússneska orðið yfir kampavín) megi eitt bera heitið, sem hefur hingað til aðeins tilheyrt vínframleiðendum Champagne-héraðsins. 7.7.2021 16:01