Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11.2.2024 13:43
Þetta var tilboð breiðfylkingarinnar Breiðfylking stéttafélaga segir samningsvilja Samtaka atvinnulífsins hafa reynst lítill og að því hafi hún lýst samningaviðræður árangurslausar síðastliðinn föstudag. Engin tölusett markmið hafi verið í drögum Samtaka atvinnulífsins. 11.2.2024 13:20
Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11.2.2024 12:50
Lægð nálgast landið Lægð úr suðaustri nálgast landið og kemur með norðlæga átt og snjókomu austur á landi í kvöld. Hiti um eða undir frostmarki. 11.2.2024 12:06
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11.2.2024 10:40
„Slökkvistarf gekk vel, allt brann“ Einbýlishús norðan af Flúðum brann til kaldra kola um hálfsjöleytið í morgun. Enginn var inni í húsinu þegar kviknaði í en tveir menn sváfu í frístandandi bílskúr við hliðina á. Slökkvistarf stendur enn yfir. 11.2.2024 09:57
Vopnaðir sérsveitarmenn handtóku palestínska flóttamenn Fjöldi vopnaðra sérsveitamanna réðist inn á heimili Palestínumanna sem synjað hafði verið um alþjóðlega vernd hér á landi í morgun. Á heimilinu voru hjón og 23 ára gamall sonur þeirra. Þau voru handtekin og stendur til að senda þau til Grikklands. 10.2.2024 17:09
Matarbirgðir til sveltandi Gasabúa sitja fastar í ísraelska tollinum Matarbirgðir ætlaðar rúmri milljón Palestínumönnum á vergangi eru fastar í ísraelskri höfn vegna boða ísraelskra yfirvalda. 10.2.2024 15:02
Rafmagn er komið á í Vogum Rafmagnslaust er í Vogum á Vatnsleysuströnd og unnið er að því að koma rafmagni aftur á. 10.2.2024 13:37
Geta hlaðið bíla sína frítt N1 hefur opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins. 10.2.2024 13:29