Fyrsti stríðsþristurinn lentur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. maí 2024 19:17 Vélin bíður nú félaga sinna á Reykjavíkurflugvelli. Josh Fadaely-Sidhu Fyrstur fimm þrista, gamalla herflugvéla úr síðari heimsstyrjöld af gerðinni DC-3, er lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir flug frá Narsarsuaq í Grænlandi. Claudia Janse van Rensburg annast Reykjavíkurdvöl vélanna og segir ótrúlegt að fá að taka þátt í flugsögunni með þessum hætti. Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við. Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Reykjavík er liður í ferðalagi vélanna frá Norður-Ameríku til Evrópu þar sem haldið verður upp á 80 ára afmæli innrásarinnar í Normandí, D-deginum svokallaða, þann sjötta júní 1944. Fyrir fimm árum, í tilefni 75 ára afmælis D-dagsins höfðu alls fimmtán þristar viðdvöl hér landi á leið sinni yfir Atlantshafið. Flutti fallhlífarhermenn til meginlandsins Vélin sem lenti fyrir skemmstu á Reykjavíkurflugvelli ber nafnið „Placid Lassie“ og var smíðuð í júlí ársins 1943 í Kaliforníu, samkvæmt upplýsingum frá Tunison-samtökunum. Snemma morguns hinn örlagaríka D-dag tók Lassie á loft ásamt restinni flugsveitinni sinni frá Englandi og til Frakklands þar sem varnarlið nasista beið þeirra. Sveitin bar 155 menn og búnað þeirra yfir Ermasundið. Næstu daga tók vélin þátt í að flytja nauðsynlegan búnað og vistir til fótgönguliðanna á meginlandinu. Og nú er hún á Reykjavíkurflugvelli. Claudia Janse van Rensburg, forstjóri ACE FBO, fyrirtækisins sem sér um skipulagningu millilendingarinnar á Íslandi, segir alveg einstakt að fá að taka þátt í að halda upp á flugsöguna með þessum hætti. „Vélarnar eru af gerð DC-3. Mjög gamlar vélar. Þær voru smíðaðar á fjórða og fimmta áratugnum og var svo breytt í herflugvélar í stríðinu. Það komast um þrjátíu farþegar í hverja. Svo voru þetta fyrstu vélarnar sem réðust inn í Normandí árið 1944,“ segir Claudia. Séð inn í stjórnklefa Lassie þar sem smæsti áhafnarmeðlimurinn leynist.Josh Fadaely-Sidhu Hún minnist sérstaklega á vélina „That's all, brother“ sem lendir í Reykjavík á morgun. Hún er alveg einstaklega sögulega merkileg vegna þess að hún leiddi innrásina í Normandí. Hún er því ein merkasta vél flugsögunnar og líklega sú allra merkasta sem enn flýgur. „Tilfinningaþrungin stund“ Eins og fram kom er „Placid Lassie“ lent fyrst þriggja véla sem von er á að lendi í kvöld. Tvær aðrar vélar gera sér leið hingað yfir Atlantshafið á morgun. Claudia segir að vélarnar séu aðgengilegar flugáhugamönnum strax á morgun þegar þær eru lentar. Þá verður hægt að taka myndir af vélunum og jafnvel tala við áhöfnina. Uppfært 20:51: Áætlað var að þriðja vélin lenti í kvöld en vegna bilunar varð hún eftir á Grænlandi. Vonast er til þess að hún komi til landsins á morgun. Vélin og áhafnarmeðlimur.Josh Fadaely-Sidhu „Ég get ekki lýst því hversu spennandi þetta er. Ég hríðskelf og get varla andað. Sem mikil flugáhugakona sem hefur alltaf langað til að vinna innan fluggeirans er alveg ótrúlegt að fá að taka þátt í einhverju svona,“ segir Claudia. „Sérstaklega þar sem við erum að minnast þessarar stóru stundar í flugsögunni. Þetta er mjög tilfinningaþrungin stund,“ bætir hún við.
Fréttir af flugi Seinni heimsstyrjöldin Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að yngri barna kennarar eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira