Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkis­stjóri Utah heim­sækir Eyjar: Mormónarnir vissu allt um sprönguna

Ríkisstjórinn í Utah og öldungadeildarþingmaður ríkisþingsins voru með í för þegar frítt föruneyti mormóna heimsótti Vestmannaeyjar um helgina. Þess var minnst að á fimmtíu ára tímabili fluttust um 400 Íslendingar til Utah vegna trúar sinnar og að af þessu fólki hafi 200 farið frá Vestmannaeyjum.

Af hverju er hvíta­sunnan haldin há­tíð­leg?

Í dag fagna kristnir menn um allan heim hvítasunnunni. Á Íslandi markar hann oft fyrstu stóru ferðahelgi sumarsins og er því deginum oft frekar varið í sumarbústöðum og sundlaugum landsins en kirkjum. Hvítasunnudagur er samt sem áður ein af þremur stórhátíðum Þjóðkirkjunnar og á honum er því fagnað að heilagur andi kom yfir postulana og jafnframt að kirkja kristinna manna var stofnuð fyrir tæpum tvö þúsund árum síðan. En hvað þýðir það nákvæmlega að heilagur andi komi yfir einhvern og hver er þessi heilagi andi?

Hætta með öku­skír­teini í símaveski vegna Evrópureglna

Undir lok sumars verður ekki hægt að vera með stafræn skírteini frá hinu opinbera í símaveskjum heldur þarf að ná í sérstakt forrit. Framkvæmdastjóri Stafræns Íslands segir að um sé að ræða samræmingu við stefnu Evrópulanda sem séu að taka þessa stefnu í öryggismálum. Ný reglugerð frá Evrópusambandinu um stafræna auðkenningu taki bráðum gildi.

„Ertu kannski Ís­lendingur?“

Keppandi í danska skemmtiþættinum Stormester fékk það verkefni að skilja íslensku. Bundið er fyrir augun á honum og honum gert að hlýða fyrirmælum íslensks stráks að nafni Óskars og það er túlkunaratriði hversu vel honum gengur við að skilja málið ylhýra.

Um­mæli Kol­brúnar blaut tuska í and­lit ung­menna

Annar framhaldsskólanemi sem veitti umsögn fyrir menntamálanefnd á frumvarpi um grunnskólamat sem samþykkt var í gær segir ummæli Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur blauta tusku í andlit ungs fólks sem vilji taka þátt í lýðræðislegri umræðu.

Þjóð­há­tíð um raunveruleikaþátt Brynjars: „Það er ekkert í boði“

Raftónlistartvíeykið ClubDub kemur ekki fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og til stóð. Eftir brotthvarf annars meðlimsins hafði hinn uppi háleitar hugmyndir um að finna arftaka hans í raunveruleikaþætti sem fengi að koma með undir nafni sveitarinnar á þjóðhátíð en nú er ljóst að ekkert verði af því. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir forsendur samningsins við sveitina brostnar.

Sjá meira