Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. september 2025 18:53 Nýkjörin framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks. Frá vinstri: Elmar Gísli Gíslason, París Anna Bergmann, Jóhannes Óli Sveinsson forseti, Brynjar Bragi Einarsson framhaldsskólafulltrúi og Egill Örnuson Hermannsson. Skúla Hólm Hauksson vantar á myndina. Jóhannes Óli Sveinsson, 22 ára hagfræðinemi, varð sjálfkjörinn forseti á landsþingi Ungs jafnaðarfólks sem fór fram í dag á Center Hotels Miðgarði. Í formannsslag stefndi en sitjandi forseti dró framboð sitt til baka á elleftu stundu. Í ræðu sinni sagðist Jóhannes Óli vilja fjöldaframleiða sjálfsörugga einstaklinga. „Um allt land er ungt fólk sem á mikið undir að Samfylkingin verði áfram ráðandi afl í ríkisstjórn. Í því verkefni skiptir uppbygging UJ lykilmáli, ábyrgðin er mikil, og hvert og eitt ykkar spilar þar hlutverk. Við verðum að leggja áherslu á að fylkja ungu fólki um stefnu Samfylkingarinnar og fjöldaframleiða sjálfsörugga einstaklinga sem eru tilbúnir til að taka að sér leiðtogahlutverk í stjórnmálum,“ sagði hann meðal annars. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra sátu fyrir svörum.UJ Landsþingið samþykkti einnig stjórnmálaályktun. Með henni gerðu félagar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kröfu um að setja þrjú mál á oddinn á komandi þingvetri: vexti og verðbólgu, húsnæðismál og geðheilbrigðismál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sátu fyrir svörum í ráðherragrilli og hélt Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar hátíðarræðu þingsins. Félagið Ísland-Palestína hlaut félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks og Hjálmtýr Heiðdal formaður veitti þeim viðtöku.UJ Nýkjörinn forseti veitti félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks félaginu Ísland-Palestína og veitti Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins, þeim viðtöku. Í framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks sitja: Brynjar Bragi Einarsson framhaldsskólafulltrúi, Egill Örnuson Hermannsson, Elmar Gísli Gíslason Jóhannes Óli Sveinsson forseti, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, París Anna Bergmann, Skúli Hólm Hauksson og Soffía Svanhvít Árnadóttir. Samfylkingin Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Í ræðu sinni sagðist Jóhannes Óli vilja fjöldaframleiða sjálfsörugga einstaklinga. „Um allt land er ungt fólk sem á mikið undir að Samfylkingin verði áfram ráðandi afl í ríkisstjórn. Í því verkefni skiptir uppbygging UJ lykilmáli, ábyrgðin er mikil, og hvert og eitt ykkar spilar þar hlutverk. Við verðum að leggja áherslu á að fylkja ungu fólki um stefnu Samfylkingarinnar og fjöldaframleiða sjálfsörugga einstaklinga sem eru tilbúnir til að taka að sér leiðtogahlutverk í stjórnmálum,“ sagði hann meðal annars. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra sátu fyrir svörum.UJ Landsþingið samþykkti einnig stjórnmálaályktun. Með henni gerðu félagar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur kröfu um að setja þrjú mál á oddinn á komandi þingvetri: vexti og verðbólgu, húsnæðismál og geðheilbrigðismál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra sátu fyrir svörum í ráðherragrilli og hélt Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar hátíðarræðu þingsins. Félagið Ísland-Palestína hlaut félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks og Hjálmtýr Heiðdal formaður veitti þeim viðtöku.UJ Nýkjörinn forseti veitti félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks félaginu Ísland-Palestína og veitti Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins, þeim viðtöku. Í framkvæmdastjórn Ungs jafnaðarfólks sitja: Brynjar Bragi Einarsson framhaldsskólafulltrúi, Egill Örnuson Hermannsson, Elmar Gísli Gíslason Jóhannes Óli Sveinsson forseti, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, París Anna Bergmann, Skúli Hólm Hauksson og Soffía Svanhvít Árnadóttir.
Samfylkingin Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira