Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 13. september 2025 23:41 Lögregla ræddi við samkvæmisgesti. Vísir/Ívar Fannar Þrír hafa verið handteknir í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og sérsveitarinnar í Auðbrekku í Kópavogi. Lögregla frétti af því að vélhjólaklúbburinn Hells Angels væri að halda veislu í húsnæði í nærri Hamraborg og gerði út mikinn mannskap til að fylgjast með og ganga úr skugga um að allt færi vel fram. Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Vítisenglarnir segja lögregluna hins vegar fara yfir um og sóa peningum skattgreiðenda í að vakta vinahitting. Engum meinaður aðgangur Davíð Finnbogason, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir aðgerðum á vettvangi. Hann sagði lögregluna hafa heyrt af gleðskapnum og ræst út nokkra bíla og óskað eftir aðstoð sérsveitarinnar. Vélhjólasamtök á borð við Hells Angels, Bandidos og fleiri eru skilgreind sem skipulögð glæpasamtök af Europol. Fögnuðurinn er haldinn á bak við þessar rauðu dyr.Vísir/Ívar Fannar Davíð segir að engum gesti verði meinaður aðgangur að gleðskapnum en að enginn fái að fara inn nema leitað sé á honum fyrst. Lögreglan hefur verið á vettvangi frá því um níuleytið og mun halda áfram að fylgjast með eitthvað fram eftir nóttu. Vítisenglar eru víðast hvar skilgreind sem glæpasamtök.Vísir/Ívar Fannar Lögreglan er einnig með dróna yfir svæðinu til að vakta húsnæðið úr lofti. Lögreglan hefur komið sér fyrir umhverfis húsið en Davíð segir það ekki vera til að loka undankomuleiðum. Vítisenglar koma af fjöllum Vítisenglar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi fannst ekki tilefni til slíks viðbúnaðar. Þeir vildu meina að þar fram færi fjölskyldu- og vinafögnuður. Viðburðurinn hafi verið auglýstur á ensku en ekki íslensku eins og slíkir viðburðir eru vanalega auglýstir og því hafi viðvörunarbjöllur hringt á Hlemmi. Lögreglan er með alls konar farartæki á vettvangi.Vísir/Ívar Fannar „Ímyndaðu þér peninginn sem fór í þetta en hefði getað verið nýttur í að laga holur í vegunum,“ sagði einn Vítisengillinn. Þeir sögðu einnig að vinur þeirra hafi átt leið hjá samkvæminu án þess að ætla sér að sækja það. Hann hafi verið stöðvaður af lögreglu og beðinn um að auðkenna sig. Hann mundi ekki síðustu fjóra tölustafina í kennitölunni sinni og Vítisenglarnir segja hann þess vegna hafa verið tekinn fastan.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira