Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Von der Leyen segir aðildar­um­sókn Ís­lands enn gilda

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag.

Þriggja bíla á­rekstur á Hring­braut

Árekstur þriggja bíla varð við gatnamót Hringbrautar og Njarðargötu fyrir skemmstu. Einn var í hverjum bíl fyrir sig og einn var fluttur á slysadeild til skoðunar. 

Fundu tennur í aftur­sætinu á bílaþvottastöð

Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu.

Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum

Þrátt fyrir að rauðglóandi hraun renni við Stóra-Skógfell er margt um manninn á Grindavíkurhöfn og nóg að gera. Fréttamaður náði tali af framkvæmdastjóra löndunarþjónustunnar Klafa sem var í óðaönn við að landa.

Eld­gosið í heimsmiðlunum: „Ís­land: Rýmt“

Enn á ný gýs á Reykjanesi og það vekur alltaf mikla athygli utan landsteinanna. Flestar þjóðir heimsins eru ekki jafnvanar því og við að jörðin brotni, skjálfi og rjúki með tilheyrandi sjónarspili.

Önnur sprunga opnast

Eldgos stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst rétt fyrir miðnætti og kvikuhlaup skömmu síðar. Gosið hófst rétt fyrir klukkan fjögur. Tvær gossprungur eru virkar. Sú fyrri og stærri á upptök sín suðaustan við Litla-Skógfell. Sú nýrri og minni er vestar við Fagradalsfjall. Gosið er ekki talið ógna innviðum.

„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“

Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið.

Sjá meira