Alcoa sendir fólk utan í nám „Þó að stór hluti starfseminnar séu framleiðslustörf þá krefst starfsemin fjölbreyttra þekkingar og menntunar á fjölmörgum fagsviðum. Sum þeirra eru kennd í okkar háskólum hér á landi en önnur höfum við þurft að sækja erlendis, til dæmis til Noregs og Bretlands. Að auki þjálfum við okkar starfmenn reglulega innan fyrirtækisins,“ segir Ásgrímur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðhalds og áreiðanleika hjá Fjarðaráli. 6.5.2021 07:00
Fjölskyldum hjálpað að flytja til Íslands vegna Alvotech „Við auglýsum lausar stöður á vef Alvotech og fáum mikið magn umsókna. Við höfum einnig auglýst á ýmsum miðlum og það er mikill áhugi á störfum hjá Alvotech. En sumar stöður gengur verr að manna eins og gengur og gerist. Aðilar með mikla sérþekkingu sjá það sumir sem stóran þröskuld að flytja til Íslands,“ segir Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Aztiq Fjárfestinga, en það félag heldur utan um fasteignir sem leigðar eru út til erlendra starfsmanna hjá Alvotech og aðstoðar fjölskyldur sem flytjast erlendis frá, að koma sér fyrir á Íslandi. 5.5.2021 07:01
Arkitektarnir sem selja íslenska ull um allan heim „Ég fór til föðurömmu minnar, Katrínar Gunnarsdóttur, á hverjum laugardegi í mörg ár frá því að ég var um það bil níu ára. Þá gekk ég frá Álfheimum í Efstastundið til hennar, sat hjá henni í litla eldhúsinu hennar og við prjónuðum saman með útvarps-gufuna í bakgrunninu. Amma eldaði saltfisk með hamsatólg í hádeginu, brauðsúpu með rúsínum eða rabbabaragraut í eftirmat og bakaði svo vöfflur klukkan þrjú,“ segir Kristín Brynja Gunnarsdóttir arkitekt og annar eigandi fyrirtækisins Einrúm um aðdragandann að því að Einrúmbandið varð til. 3.5.2021 07:01
Sálin hans Jóns míns vinsælust og stjórnaði sjálf diskótekunum Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri Sölusviðs Öryggismiðstöðvarinnar, myndi treysta sér til þess að keppa á stórmóti í skipulagningu, svo skipulögð er hún. Á morgnana stýrist fatavalið meðal annars af því hvað ljúfa röddin í símaappi eiginmannsins segir en frá unglingsárunum er það Sálin hans Jóns míns sem stendur upp úr. 1.5.2021 10:00
Að velja rétta vinnustaðinn: Fjögur mikilvæg atriði Við heyrum svo mikið um atvinnuleysi en minna um atvinnuleit eða val fólks á því starfi sem það vill ráða sig í. En öll höfum við val og þegar að því kemur að við erum að ráða okkur í nýtt starf, er mikilvægt að velta fyrir sér, hvort við séum að velja rétta vinnustaðinn fyrir okkur! 30.4.2021 07:01
„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“ „Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 29.4.2021 07:01
Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“ „Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar. 28.4.2021 07:00
Stórsókn framundan en fyrstu kynningarnar hálf vandræðalegar „Fyrstu fjárfestinga kynningarnar okkar Stefáns nafna míns og meðstofnandi í Solid Clouds, voru nú ekki uppá marga fiska. Ég gleymi því aldrei þegar að við æfðum okkur fyrir framan vini og kunningja. Dómarnir voru þeir að ég sneri bakinu í gesti á meðan ég var með framsögu og Stefán félagi minn talaði svo lágt að í honum heyrði enginn. Loks sagði einn í hópnum að hann væri engu nær um hvað við værum að gera og að kynningin væri með verri framsögum sem hann hefði heyrt!“ segir Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum tölvuleikjaframleiðslufyrirtækisins Solid Clouds. 26.4.2021 07:00
Coco Puffs þá pantað og staðgreitt mánuðum fyrirfram „Þau sigldu um heimsins höf á norsku fraktskipi. Kynntust matarmörkuðum og ferskvörum á Ítalíu, í Afríku, Japan, Panama og fleiri stöðum í Ameríku og víðar. Ég held að áhrifin frá siglingunum hafi smitast inn í Melabúðina og þau eru hér enn hluti af sjarmanum,“ segir Snorri Guðmundsson. „Já, pabbi lagði mikla áherslu á úrval og gæði og lengi vel vissu Íslendingar oft ekki hvernig ferskvara átti að líta út,“ segir Pétur bróðir Snorra og bætir við: „Ég man til dæmis eftir manni sem vildi ekki hvítkálshausinn hjá pabba því hann var of hvítur. Hann bað því um þann brúna sem hann var vanur að fá, en auðvitað er hvítkál aldrei brúnt á lit nema það sé gamalt,“ segir Pétur og hlær. 25.4.2021 08:00
Íþróttanördinn í Landsbjörg viðurkennir stríðni barna sinna Nýr framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjörg, Kristján Harðarson, viðurkennir að hann sé algjör alæta á íþróttir. Svo mikill íþróttanörd er hann reyndar, að börnin gera að honum smá grín. Kristján skipuleggur verkefnin sín í lok hverrar vinnuviku en þessa dagana er annasamt í vinnunni; Ekki síst vegna eldgossins í Fagradalsfjalli. 24.4.2021 10:01