fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gagnagrunnur fyrir ólöglegt efni að verða að veruleika

„Á síðustu árum hefur umræða um dreifingu á ólöglegu efni á netinu aukist gríðarlega og er líklegt að á næstu árum verði sett lög sem skylda alla netþjónustuaðila til að leita að og uppræta slíkt efni. Það má því segja að ein af upphaflegu hugmyndunum okkar um gagnagrunn fyrir ólöglegt efni sé að verða að veruleika,“ segir Sigurður Ragnarsson framkvæmdastjóri Videntifier.

Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum

„Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær.

Byrjar daginn á að knúsa eiginkonuna

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir heimilishundinn Heru ekki hafa húmor fyrir því að bíða of lengi eftir morgunmatnum. Hann byrjar daginn á því að knúsa konuna sína en þessa dagana er í mörgu að snúast því framundan er stækkun Ölgerðarinnar.  

Oft óþægilegt að efla tengslanetið

Við heyrum oft um þetta talað: Tengslanetið skiptir máli! Að þekkja mann og annan er jú eitthvað sem nýtist oft vel í starfi. Og ekkert síður þegar sótt er um ný störf. Að efla tengslanetið er hins vegar verkefni sem mörgum finnst óþægilegt. Enda er okkur mis eðlislægt að tala við fólk eða taka fyrstu skrefin í samskiptum. Hvað þá að halda úti samræðum, þannig að líklegt sé að viðkomandi aðila finnist mikið til okkar koma!

Mælt með að færa fjarvinnu að hluta til á kaffihús

Nú þegar ljóst er að margir vinnustaðir gera ráð fyrir að fjarvinna verði hluti af fyrirkomulagi starfsfólks til framtíðar, velta margir fyrir sér hvernig þessari fjarvinnu verði háttað. Þar sýna rannsóknir að það getur verið góður valkostur fyrir fólk, að setjast niður til vinnu á kaffihúsum. 

Færri skrifborð, breyttar áherslur og nýir samningar

Covid er að breyta vinnustöðum til framtíðar og ekki er ólíklegt að húsakostur margra muni breytast næstu misseri. Sums staðar er verið að meta með hvaða hætti framtíðarskipulag ætti að vera, á meðan aðrir vinnustaðir eru farnir að gera nýja samninga um skuldbindingar í fjarvinnu. Þeir samningar eru þá meðal annars gerðir til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um húsakost. Varanlegum breytingum í kjölfar Covid fylgja nýjar áskoranir í stjórnun. 

„Stuttu síðar hringdi Placewise einfaldlega í okkur“

Á dögunum undirritaði íslenska upplýsingafyrirtækið Tactica samning við fyrirtækið Placewise Group um innleiðingu á hugbúnaðarlausn sem Tactica hefur þróað. Placewise Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu á sviði stafrænna lausna fyrir verslunarmiðstöðvar og þjónustar yfir eitt þúsund verslunarmiðstöðvar í þremur heimsálfum. „Við höfum frá upphafi stefnt með Integrator á alþjóðamarkað og lítum á samninginn við Placewise sem frábæra byrjun,“ segir Ríkharður Brynjólfsson, einn eigenda Tactica.

„Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“

„Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“

Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí

Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni.

Góð og slæm reynsla, ýmsu má breyta og gott að ræða hlutina opinberlega

„Ég hef bæði haft mjög góða og ekki eins góða reynslu af þessari vinnu,“ segir einn álitsgjafi Atvinnulífsins á Vísi um störf tilnefningarnefnda á meðan annar líkir starfi þeirra við starf þjálfara í landsliði og mælir með því að umræða um störf nefndanna fari fram opinberlega. Þá eru nokkrir álitsgjafar Atvinnulífsins með hugmyndir að atriðum sem mætti endurskoða eða ætti að breyta. Sem dæmi um slík atriði má nefna hverjir sitja í tilnefningarnefndum, framboðum og/eða framboðsfrestum til stjórnarsetu og hversu lengi stjórnarmenn sitja í stjórnum skráðra fyrirtækja.

Sjá meira