fréttamaður

Rakel Sveinsdóttir

Rakel sér um flokkana Atvinnulíf og Áskorun á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Forvarnir: Íslenska módelið fyrirmynd í sextán löndum og fimm heimsálfum

Við höfum öll heyrt af þeim árangri á Íslandi að hér hafi tekist betur upp en á flestum öðrum stöðum í heiminum að draga úr áfengis- og vímuefnaneyslu ungmenna. Forvarnarstarfið sem hófst á áttunda áratugnum, varð mjög sýnilegt á þeim níunda og tíunda og reglulegar fréttir um hvernig mældur árangur á Íslandi sýnir að þetta íslenska módel í áfengis- og vímuefnaforvörnum hreinlega svínvirkaði.

„Ég fæ mér ekki lengur morgunmat á virkum dögum til að spara tíma“

Það tekur Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneytinu, þó nokkurn tíma að komast í vinnuna. Enda býr hann í Mosfellsbæ en starfar í miðbæ Reykjavíkur. Sem hann segir ekkert endilega svo gáfulegt. Að búa við rætur Helgafells bætir það þó upp.

Hamsturshjól eða hamingja: „Núna vakna ég glöð alla morgna“

„Ég viðurkenni alveg að það var skrýtin tilfinning að segja yfirmanninum mínum að ég væri að segja upp eftir 15 ár í góðu starfi. Með fjárhagslegt öryggi og öllu því sem fylgir. En starfið var hætt að gefa mér lífsfyllingu. Mér fannst ég vera orðin eins og hamstur í hamsturshjólinu sem bara hljóp og hljóp,“ segir Jónína Fjeldsted sem nú rekur kaffihúsið Lekaff í Kaupmannahöfn.

Hláturskast: „Ég lýsi því samt ekkert nánar til að vernda mannorð þeirra“

Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður LEX, segist eiga frekar auðvelt með að fá hláturskast. Ekki síst yfir sínum eigin klaufaskap. Í haust grenjuðu hún og vinkonur hennar af hlátri yfir óvæntu atriði herranna sinna, sem Kristín segir þó ekki hægt að segja nánar frá. Því það þurfi hreinlega að vernda mannorð þeirra.

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“

„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

Sjá meira