

Íþróttafréttamaður
Runólfur Trausti Þórhallsson
Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið þurfi annan markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson bað um að fara frá félaginu eftir að vera ekki í byrjunarliðinu gegn ÍBV.

Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið
Akureyringurinn Aldís Ásta Heimisdóttir og lið hennar Skara tryggði sér í kvöld sæti í einvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta.

Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað
Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þurfti aðeins fimmtán mínútur til að komast á blað í 3-1 útisigri Bayer Leverkusen á Potsdam í efstu deild þýska fótboltans.

Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni
Gunnar Jarl Jónsson var eitt sinn besti knattspyrnudómari Íslands. Vegna meiðsla lagði hann flautuna á hilluna árið 2019 en dæmdi á þriðjudag sinn fyrsta meistaraflokks síðan þá.

Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans
Leik Atalanta og Lecce, liðs Þóris Jóhanns Helgasonar, í efstu deild ítalska fótboltans hefur verið frestað um tvo daga eftir andlát sjúkraþjálfara Lecce.

Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi
Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta er á fleygiferð ásamt UEFA Youth League, ensku B-deildinni í knattspyrnu, golfi og hafnabolta.

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Það virðist í tísku fyrir menn tengda NBA-deildinni í körfubolta að fjárfesta í enskum knattspyrnuliðum. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, er nýjasti til að stökkva á þessa tískubylgju.

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
„Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna.

Selfoss einum sigri frá Olís deildinni
Selfyssingar eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Liðið vann góðan tveggja marka útisigur á Gróttu í kvöld og er þar með komið 2-1 yfir í einvíginu.

Andri Már magnaður í naumu tapi
Andri Már Rúnarsson átti frábæran leik þegar Leipzig mátti þola eins marks tap gegn Rhein Neckar-Löwen í efstu deild þýska handboltans. Þá kom Janus Daði Smárason með beinum hætti að tveimur mörkum í tapi Pick Szeged gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.