

Íþróttafréttamaður
Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.
Tvær beinar útsendingar eru á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.
Arnar Gunnlaugsson stýrði í dag sinni fyrstu æfingu sem þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur birt myndir af æfingunni þar sem gleðin var við völd.
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, hefur heldur betur svarað gagnrýnendum sínum með frábærri frammistöðu á vellinum. Hann segist gera hlutina eftir sínu höfði.
Breiðablik, ríkjandi Íslandsmeistari karla í fótbolta, er um þessar mundir í æfingaferð erlendis. Í myndbandi af æfingu liðsins má sjá Þorleif Úlfarsson, uppalinn Blika, sem hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum og Ungverjalandi.
Deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta er nú lokið. Fyrir lokaumferðina var ljóst að ÍA væru deildarmeistarar og myndu leika í Bónus-deildinni á næstu leiktíð. Liðin í 2. til 9. sæti fara í úrslitakeppnina um hitt sætið sem í boði er í Bónus-deildinni.
Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Hann mun því ekki spila með HK í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Frá þessu greindi félagið á mánudagskvöld.
María Catharína Ólafsdóttir Gros skoraði eina mark Linköping í 1-0 sigri á Malmö í riðlakeppni sænsku bikarkeppni kvenna í fótbolta. Þá skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir sárabótarmark í 2-1 tapi Vaxjö gegn Rosengård.
Argentína mætir Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM karla í knattspyrnu síðar í mánuðinum. Argentínumenn þurfa að knýja fram sigur án fyrirliða síns Lionel Messi.
Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð.
Hinn þrítugi Simon Hjalmar Friedel Tibbling er við það að ganga í raðir Fram. Á hann að styrkja miðsvæði liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu.